Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 69

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 69
vesturlöndum og koma þar á nægtasamfélagi og sumstaðar jafnvel allsnægasamfélögum. Með auk- inni velmegun hafa stofnanir samfélagsins orðið fleiri, þjóðfélagið allt flóknara og margbreytilegra. Tæknin og þekkingin eru orðin ríkjandi í fram- leiðslunni. Nú er tæknin komin í staðinn fyrir mannlega hugsun og hugvit. Hún er orðin að hús- bónda, verður að kerfi sem hefur öðlast einhvers- konar eigið líf. Allt þetta hefur styrkt og treyst borgaralegt félag og um leið dregið úr mikilvægi rikisvaldsins sem valdatækis. Lýðræði og þingræði eru því enganvegin nauðsynleg stjórnarform borg- arastéttarinnar heldur miklu fremur sögulegur mun- aður stéttar, sem finnur sig örugga í sessi. For- ræði og forystustaða hennar er enn ótviræð IV. Hér að framan hef ég reynt að rekja í grófum dráttum þær tvennar meginforskriftir sósíalískrar stjórnlistar sem óneitanlega hafa ríkt í hugar’neimi sósialista i hart nær heila öld. Við fyrstu sýn virð- ast báðar þessar leiðir ganga í berhögg hvor við aðra, en að einu leyti eru þær þó nauðalíkar: báðar leggja þær úrslitaáherslu á ríkisvaldið, sem það verkfæri sem beita skuli til að umbylta þjóð- félaginu. Velflestar aðrar stofnanir hins borgaralega samfélags lenda utan við aðal b aráttu-sviðin, beiting ríkisvaldsins nær því ekki tilætluðum á- rangri. Sósíaldemókratísk stjórnlistarforskrift dæm- ist því úr leik a.m.k. í sinni hreinustu mynd. Leníniska aðferðin — er likleg til órangurs i ríkjum með vanþróað efnahagslíf og veikbyggt innra valdakerfi. Hún getur tryggt hraða upp- hleðslu auðs, og gerir kleift að afnema einka- eign á framleiðslutækjum og komast þannig fyrir rætur skortsins. Það gildir svipuðu máll með þessa aðferð og hina fyrri, hún samrýmist ekki samfélagsveruleik vestræns kapítalisma nú til dags, og því hugarfari sem ríkir meðal lágstéttanna. Með afnámi skorts- ins hefur hvötin til að beita afli í opinskárri upp- reisn stórum minnkað og er orðin hverfandi skoðun meðal verkalýðs. Kapítalisminn virðist vera orðinn bserilegur eða a.m.k. það þolanlegur að blóðug bylting sé ekki brúkleg aðferð, því visst lágmarks samræmi verður að vera á milli verkfæris og við- fangsefnis þannig að útkoman verði ekki afskræm- ing. Skulum við nú aðeins skoða það nánar. Karl Marx hafði gert ráð fyrir því, að eftir því sem kapítalisminn þróaðist yrði samfélagið einfald- ara og enda með algjörri skautmyndun, þar sem annarsvegar væru arðrændir öreigar og hinsvegar fámennur hópur forríkra auðjöfra. Þvert á móti má segja að kapítalískt þjóðfélag hafi orðið fjölbreyti- legra og sundurlausara eftir því sem það þróaðist meira. Skauthverfing samfélagsins hefur að öllum líkindum verið meiri á hans dögum en nú. Marx og Engels misskildu þróunarstig kapítalismans á þeirra dögum, héldu að uppgangur hans væri hrörnun hans. Stóraukin þjónustustarfsemi á hinum aðskiljan- legustu sviðum hefur búið til fjölda milliliða og snýkjudýra, margklofið verkalýðsstéttina, allt eftir því hve sterk markaðaaðstaða einstakra hópa var. Hverskonar sérkunnátta hefur skapað handhöfum hennar vissa yfirburði umfram hinn almenna ófag- lærða verkamann. Þannig skipar launafólk sér niður í hagsmunahópa eftir starfsgreinum en þó jafnvel I meira mæli eftir námsgráðu. Afskræmdasta dæmi þessa er fyrirbærið Bandalag Háskólamanna. Verkalýðshreyfingin hefur þannig á vissan hátt sundrast og það fyrirbæri sem Marx nefndi Arbeit- eraristokratie eða verkamannaaðall orðið mjög ein- kennandi og mótað verulega stéttabaróttuna. Hefur þetta sljóvgað stéttarvitund launafólks. Hitt er ekki síður mikilvægt að kapítalisminn hefur þróað með sér mikið vopnabúr tækja og leiða til að vinna bug á kreppum. Kollsteypukenningin tjáir tæpast lengur veruleika kapítalískra fram- leiðsluhátta. Það er engin óhjákvæmileg nauðsyn að kapítalisminn hrynji eða kollsteypist vegna innri mótsagna. Og þótt kreppur herji á auðvaldsheim- inn er hitt miklu líklegra að það takist að vinna bug á þeim — en að vísu ætíð á kostnað launa- fólks. En díalektík kreppunnar er í þvi fólgin að viðkomandi hagkerfi kemur oftast sterkara út úr henni en áður, því kreppan hreinsar til og kemur á nýju jafnvægi. Og þótt nota megi kreppur til að skerpa stéttavitundina ef rétt er á haldið er ekki óstæða til að ætla að þær verði í náinni framtíð það alvarlegar og umfangsmiklar að þær kalli á róttækustu meðul þ. e. vopnaða byltingu. Hér verður því að draga mjög i efa þá kenningu að djúpstæð efnahagskreppa sé grundvallarfors- enda fyrir sósialískri umsköpun. Ef svo er getum við þurft að bíða fjandi lengi, svo lengi að e.t.v. verði þá allt um seinan. Og hræddur er ég um að tryggðin við þennan gamla strategíska hornstein 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.