Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 72

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 72
leiðandinn fái að ákveða hvað, hvernig og til hvers framleitt sé o.s.frv. Það þarf að flétta þetta sam- eiginlega saman og gera það að geranda þjóðfé- lagsþróunarinnar, þannig úr því verði sameiginleg vitund, — samfélagsleg vitund. Hér er baráttugrundvöllur sósíalísks flokks á þingræðisgrundvelli. Það þarf vonandi ekki að taka það fram, að lýðræðisleiðin svokallaða brýtur á engan hátt við kenningar Marx. Marx var á sínum tíma á vissan hátt miðjumaður. Vinstra megin við hann voru bæði svokallaðir Blanquistar, útóplstar og þúsundáristar Weitlings og hægramegin álíka margir hópar sem sett höfðu sósíalisma á dagskrá. Það sem aðskildi Marx frá þessum hópum var fyrst og fremst ýtni hans við þá skoðun sína að þróunin i átt til sósíalisma gerðist aðeins í gegnum lýðræðislega fjöldahreyfingu. Byltingin 1848 var afleiðing kreppunnar 1837—1842. Eftir 1848 hófst mikið uppgangstímabil í Englandi og hagvöxtur mikill og kerfið virtist festast að nýju. Þá skrifar Marx, þegar hann átti I útistöðum við Kommúnista- líguna að það sé tilgangslaust að tala um byltingu meðan þessi almenna velmegun vari og kapítalískt hagkerfi geti aukið framleiðni sína innan ramma borgaralegra tengsla. I þann sama mund ásakar hann þá sem enn stóðu báðum fótum í gamla tím- anum: „I staðinn fyrir krítíska greiningu, er minni- hlutinn kreddubundinn. Hann er huglægur ekki efnislægur. I staðinn fyrir að gera lifandi tengsl að aflvaka byltingarinnar, skýrskota þeir til ómeng- aðs vilja. Þegar við segjum verkamönnum, þið þurf- ið að berjast í fimmtán, tuttugu eða fimmtíu ár almennri baráttu ekki aðeins til að breyta tengslum ykkar gagnvart umheiminum heldur til að breyta ykkur sjálfum og gera ykkur þannig hæfa til að stjórna. En þeir segja annaðhvort verðum við að taka völdin eða við getum allt eins farið heim og lagt okkur." Þetta var um mitt ár 1850, sumir hafa ekkert lært á heilli öld. Tveim árum seinna segir hann, að almennur kosningaréttur í Englandi sé miklu sósíalískari árangur en nokkuð annað sem gefið hafi verið það nafn á meginlandinu, og afleiðing þess hljóti óhjákvæmilega að verða yfirráð hinna vinnandi stétta. Með þessum tilvitnunum vildi ég aðeins undir- strika að Marx afneitaði ekki þingræðisbaráttu innan kerfisins. Og í áframhaldi af þessu er gaman að lesa þá breytingu sem verður á afstöðu þeirra félaga Marx og Engels til umbóta á kerfinu. i mars 1850 álitu þeir styttingu vinnudagsins aðeins vatn á myllu auðmagnsins til að sætta verkamenn betur við kerfið. Sextán árum síðar er stytting vinnuvik- unnar orðinn grundvallarsigur. Á meðan byltingin 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.