Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 76

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 76
ERLEND VÍÐSJÁ VESTUR-ÞÝSKALAND Á VEGINUM TIL FASISMANS? Það eru komin fimmtán ár síðan sam- þykkt voru þau lög í Vestur-Þýskalandi, sem leyfa skoðananjósnir undir yfirskyni stjórn- arskrártryggðar. Yfir miljón manna, frá prófessorum til póstmanna, hafa verið yfir- heyrðir, til að grennslast fyrir um skoðanir þeirra. Lestarstjórar járnbrauta, bréfberar og ekki hvað síst háskólakennarar hafa verið reknir úr starfi, sem j>eir hafa rækt ágæt- lega, af því njósnurum yfirvalda líka ekki skoðanir þeirra eða ímynduð afstaða þeirra í pólitík. Kona ein, Ingelore Priesing var dæmd ótæk í ríkisþjónustu af því „hún er fjandmaður stjórnarskrárinnar eins og sá maður, sem hún nefnir oft sem fyrirmynd sína — August Bebel". — Afturhaldið þýska er ætíð samt við sig, hefur ekkert lært og engu gleymt. Spjaldskrá er haldin yfir alla þá, sem láta sjá sig í fyrirlestrarsölum vinstri manna eða vissum kröfugöngum. Og allt er þetta gert til verndar „frjálsri lýðræðislegri stjórnar- skrá". — Hræsnin er söm við sig. Það eru ekki bara þýskir andfasistar, sem verða fyrir njósnunum. Vestur-þýska leyni- lögreglan, þessi arftaki Gestapo, tekur og að sér að njósna fyrir eina illræmdustu leyni- lögreglu heims, leynilögreglu blóðkeisarans í Iran. Það eru írönsku stúdentarnir í Vestur- Þýskalandi, sem verða fyrir þessum skoðana- njósnum og ofsóknum. En þeir eru margir hverjir andvígir harðstjórninni í heimalandi sínu. Það er greinilega grunnt á nasismanum í vestur-þýska embættisbákninu. Fjandskapur- inn við lýðræði og frelsi veður þar uppi og fer sívaxandi, eins og ofsóknirnar gagnvart öllum róttækum öflum sýna. Það voru aldrei hreinsuð burt þau öfl í Vestur-Þýskalandi, sem að nasismanum stóðu. Jafnt hershöfðingjar úr her Hitlers stjórna nú í Nato-hernum — í nafni lýðræðisins — sem og auðhringar þeir, er forðum komu Hitler til valda og stjórnuðu árásaraðgerðum fasismans, — þeir eru nú voldugri og harð- svíraðri en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar þessa auðvalds, eins og Springer-pressan, elur nú enn einu sinni á hatrinu á sósíalisma og blindar þjóðina um leið á eigin glæpi, j>eir eru látnir gleymast, jafnvel farið að tigna Hitler á ný. Ollum raunverulegum lýðræðisöflum Ev- rópu ber því að vera vel á verði gagnvart afturhaldi því, sem nú grefur um sig í Vest- ur-Þýskalandi. Því miður ná áhrif þess nú þegar inn í hægri arm sósíaldemókrataflokks- ins þar. Þess skal getið að ríkisstjórn Irans fékk ríkisstjórn Vesmr-Þýskalands til að banna ráðstefnu, sem Amnesty International og samtök íranskra stúdenta ætluðu að halda um harðstjórnina í Iran. Nú er í ráði að ráðstefna þessi verði haldin í Hollandi. Hefur keisarinn 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.