Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 4
dunið yfir þjóðina — og auður seitlast til réttra verktaka og flokka þeirra h.vað hernámsvinnu snertir. Á þjóðhátíðinni 1974 var lágkúran orðin slík að skáldin, er buðust til braga- gerðar, gátu ekki einu sinni ort ættjarð- arkvæði, er tækt þætti. Og 55 þúsundir manna rituðu undir beiðni til hersins um að vera hér kyrr. IV. En nú var komið að því að blekkingar- bólan sprakk. Upplýsingastarf hernáms- andstæðinga liafði komið þorra þjóðar- innar í skilning um að herinn var hér aðeins fyrir Bandaríkin, íslandi var engin vörn í honum, þvert á móti lífshætta, ef til ófriðar kæmi. En þá hafði eitur lágkúrunnar, mann- spillingarherferðin þegar borið sinn ávöxt, fyrst og fremst sýkt hugi borgara- stéttarinnar og þeirra, er henni eru and- lega háðir. Og fésýsluforingjar sögðu: Fyrst amer- íski herinn er hér hvorki til að vernda lýðveldið, frelsið eða ísland, heldur bara bandaríska hagsmuni: vald þeirra í ver- öldinni, þá er best að láta þá borga al- mennilega fyrir það, — það erum við, sem hættum lífi þjóðarinnar fyrir þá, — og við viljum fá það vel borgað — á meðan við tórum. Og skoðanakönnun hins virka fyígis „Sjálfstæðisflokksins“ í Reykjavík nú í nóvember 1977 sýndi að meginþorri flokksins var kominn á þá skoðun að: það er nógu lengi búið að blekkja okkur með varnarhjali, lýðræðisgali og frelsis- söng um ,,Fjallkonuna“, — nú viljum við fá dollara — og þá drjúga — fyrir dvöl ameríska hersins á íslandi. Einstaka íhaldsmenn fyrirverða sig þó fyrir að kasta lýðræðisgrímunni — og opinbera blákalda peningahyggjuna í „varnarmálinu" mikla. Ogjafnvel Morg- unblaðinu ofbýður. En staðreyndirnar, skoðanakannanir í sjálfum innsta kjarna íhaldsherbúðanna sýna hvernig mann- gildi þjóðarinnar, stolt hennar og sjálfs- virðing hefur verið leikin á þrjátíu árum blekkinga og hernáms. V. Það var sögð sú saga í upphafi her- námsins hér að er íslensk stúlka ein hafi veitt erlendum hermanni blíðu sína, vafalaust til gagnkvæms unaðar, hefði hann lagt peninga á borðið á eftir og ætlað að greiða henni fyrir. Hún hefði ýtt til hans peningunum með þessum orð- um: Ertu vitlaus, heldurðu að ég sé mella? Islensk burgeisastétt er hæst söng með Bandaríkjamönnum 1949 og 1951 um sameiginlegar „varnir“ og hugsjónaást á „lýðræði og frelsi“ — virðist nú vera að búa sig undir að breyta síðustu leyl'um manngildisins er foringi hennar vildi gera að kjörorði lýðveldisins 1944, í pen- ingagildi, — glerharða dollara: Kaninn skal nú fá að greiða fyrir afnotin af Fjallkonunni Jrað, sem á vantar svo auð- mannastétt íslands fái lyst sína og bæti sér Jrannig upp það, sem hún getur ekki rænt af aljrýðu þessa lands. En minna má þá stétt, sem Jrannig breytir gagnvart Jrví landi og Jrjóð, sem henni var trúað til forustu l'yrir, á Jressi vísuorð Þorsteins Erlingssonar: „En þiggirðu í auðmýkt þinn ákveðinn skammt, þá lilclnaðu þegjandi, en mundu það samt, að dýr eru gcituniim griðin". 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.