Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 15
usta þjóðarinnar. Það stafar a£ því að í henni hefur verslunarvaldið, brask- kennt og óþjóðlegt, lengstum verið vold- ugasta aflið, sterkara en sjávarútvegs- uienn og iðjuhöldar. Þess vegna hefur braskarastétt borgaranna fyrst unað vel undir pilsfaldi „dönsku mömmu“, síðan skriðið í skjól breska ljónsins, en iitið þó hýru auga til hýenunnar þýsku, er Hitler tók þar við stjórn, en gerst að iokum þæg- ur þjónn og feitur, er bandaríska auð- valdið tók að sýna áhuga á yfirdrottnun á Islandi. — Aðeins örfáir einstaklingar í forustu borgarastéttarinnar hafa sýnt á- huga á að halda íslandi sjálfstæðu og ó- háðu stórveldunum, en heildsafastéttin hefur verið þeim erfið í allri slíkri við- leitni. Nú undanfarið hefur heildsalastétt Ihaldsins og afvegafeidd Framsóknarfor- usta, er gert hefur Sambandið, sem skap- að var til baráttu við kaupmannavald og dýrtíð, að aftaníoss braskaravaldsins, fengið að ráða landinu og dýrka sitt skurðgoð, „frjálsa verslun“ - og blasa nú við afleiðingar óstjórnarinnar. skulda- fenið, sem þessir aðilar eru að drekkja efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru orðn- ar um V2 miljón á hvert mannsbarn ís- fenskt, greiðslubyrði erlendra lána var 1977 16,6% af útflutningnum og mun nú ^álgast 20%. Skuld ríkissjóðs við Seðla- hankann er 26 miljarðar og eru þó ótalin 9læfralánin verðtryggðu. Sjávarútvegur °9 iðnaður eru að stöðvast sakir óstjórn- arinnar, en sérréttindastétt Reykjavíkur- auðvaldsins, næstum skattfrjáls að hönskum for-byltingarsið aðalsins, mok- ar til sín gróðanum, sem hún reynir að fela í braskhöllum þeim, er setja mark sitt á Reykjavíkurborg. Og verðbólga rík- isstjórnarinnar er talin munu vaxa um 38% á þessu ári, þvert ofan í öll loforð, sem þessi stjórn verðbólgubraskaranna blekkti þjóðina með. Vandinn, sem við er að glíma, er því voðalegur. Það er pólitískt og efnahags- legt þrotabú borgarastéttarinnar, sem við verkalýðnum blasir og það verður von bráðar efnahagslegt þrotabú þjóðarinn- ar, ef ekki er spyrnt við fótum og ger- breytt um stefnu - og síðan pólitískt þrotabú hennar - og því má ekki gleyma að yfir vakir ameríski auð-gammurinn hlakkandi að svo fari og liann þurfi ekk- ert að óttast um herstöðina sína, jafnvel fái hana selda sér til heillar aldar eins og hann dreymdi um forðum. Lánsfjársamningarnir, sem nú eru gerðir við erlenda auðdrottna, eru engu hættuminni en Ganili sáttmáli forðum. Örlög Nýfundnalands - innlimun í ann- að ríki vegna fjárhagslegs gjaldþrots - minna oss á hvað varast ber. Hver íslend- ingur, sem ann sjálfstæði lands vors, verður að gera sér ljóst hvað við liggur. Það verða engar betlilúkur, sem reka er- lenda innrásarliðið héðan brott, heldur reiddur hnefi efnahagslega sjálfstæðrar þjóðar, sem hagnýti sér forn samnings- ákvæði til fulls, þótt við voldugasta stór- veldi veraldar sé að eiga. - En forsenda þessa er að skapa — eða í rauninni endur- reisa - efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar - endurvekja andlegt sjálfstæði henn- ar og Jrjóðarstolt, sigra í því stríði um hug hennar og hjarta, sem Sósíalista- flokkurinn undirstrikaði að hafist hefði með hertökunni 1951 (undirskriftasöfn- unin 1974 sýndi hve hættulega þjóðin var stödd á því sviði). 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.