Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 24
verk. Eitt er að vinna sigur - svo sem í hörðum kosningabaráttum - annað að hagnýta sigurinn rétt og til hlítar — og getur þar oft orðið misbrestur á. Það mun taka sinn tíma að fólkið uppskeri ávexti sigra sinna sjálft til fulls. Þá er að halda áfram baráttunni - og láta engan bilbug á finna, uns ávextir sigranna falla alþýðunni allri í skaut. í þeirri löngu baráttu mun og alþýða lands vors um- skapa sjálfa sig, svo sem hún byrjaði á, er verkalýðshreyfingin hófst - rísa og stækka svo hún að lokum megni sjálf að stjórna landi sínu, öllum auðlindum þess og atvinnutækjum, af því viti og réttlæti, með því hófi og framsýni, er tryggi og eftirkomendunum það atvinnuöryggi og það lífskjarastig, sem hún sá í hyllingum skáldanna, þegar byrjað var að brjóta brautina löngu, er þá væri gengin til enda. Þá væri þeirri innbyrðis baráttu mannanna, er skiptust í andstæðar stétt- ir: eina drottnandi, aðrar kúgaðar, lokið og þjóð vor tæki á sem einhuga voldug heild, til að sigrast á þeim erfiðleikum, er á veginum verða. 21. júlí 1978 Einar Olgeirsson. SKÝRINGAR: ] Lfnuritin í Rétti 1976, bls. 214-15, svo og í Rétti 1969, bls. 70, og greinarnar er þeim fylgja, gefa góða hugmynd um þessi hjaðningavfg og óhrif amerfska auðvaldsins. 2 Sá mikli hugsjónamaður og brautryðjandi sam- vinnuhreyfingarinnar, Hnllgrimur Kristinsson, lét ótta sinn um framtíð hreyfingarinnar í ljósi við Jónas Þorbergsson, sem segir frá þvf með þessum orðum: „Hann kveið því, að starfsemin myndi, er stundir liðu fram, sniiast í hagsmunabaráttu ein- vörðungu, meðan eldur hugsjónanna félli í fölskva hjá gröfum frumherjanna, enda væri þá með öllu unnið fyrir gíg, mcð því að raunverulegt gildi sér- hverrar félagsmálahreyfingar og umbótaviðleitni manna væri fólgið í þeirri þróun, er hún fengi orkaö í andlegum og siðferðilegum efnum." (Frá- sögn í „Andvara", 54. árg. 1929, bls. 24.) 3 Ritstjóri Tímans, sem þá er lfklega orðinn Jónas Porbergsson, ritar um það í 58. bl. (12. árg.) að 1927 hafi „dýrkendum samkeppnis- og auðhyggju- stefnunnar verið hrundið af stóli, en til valda sett- ir menn, sem áður liöfðu haldið uppi andstöðu gegn fyrrnefndum öfgum og ófarnaðarstefnum." (Sjá og grein mína um þetta í Rétti 1929, bls. 101 -110.) 4 Tilvitnunin, markendurtekin í Rétti, er í „Fegurð himinsins" á bls. 200 í útgáfunni 1940. 5 Ýtarlcga frásögn af baráttunni 1958 cr að finna í grein Magnúsar Kjartanssonar 1959 f Rétti: „Átök- in um landhelgismálið - Hvað gerðist bak við tjöldin?", bls. 59-125, líka til sérprentuð. í grein- inni „Aldrei aftur" í Rétti 1972, bls. 51-59, cr rækilega minnst uppgjafar viðreisnarstjórnarinn- ar 1961 fyrir breska hervaldinu. Þeim, sem vilja kynna sér sérstaklega skilgreiningu mfna á ferli Alþýðuflokksins, skal bent á greinina „Örlögsíma Alþýðuflokksins" í Rétti 1974, bls 231 -241. - Vonandi verður ekki sagt um Alþýðuflokk- inn eftir stjórnarmyndunartilraunir hans nú sem um Bourbon-konungsætt Frakka forðum: Þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. — E. O.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.