Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 30
Ingibjörg Haraldsdóttir. kvenna lil hinnar svokölluðu „heims- menningar“. Hve oít höfum við ekki heyrt því haldið fram í fúlustu afvöru að konur hafi sáralítið lagt þar af nrörkun- um, og síðan er þessi fullyrðing notuð til að „sanna“ að konur séu yfirleitt hæfi- leikum sneyddar, þær skorti gáfur og frumlega hugsun o. s. frv. Á undanförnum árum hefur lrvað eftir annað verið ráðist til atlögu við þessa goðsögn. Hver vísindamaðurinn af öðr- um sýnir fram á þátt kvenna í bókmennt- um og listum og í ljós kemur að liann er eigi alllítill, en hefur oftar en ekki verið þagaður í hel. Helga Kress bókmennta- fræðingur lýsir því í ágætum formála bókarinnar „Draumur að veruleika" hvernig „bókmenntastofnunin“ hefur úthýst íslenskum kvenrithöfundum úr bókmenntasögunni, svo tekið sér nær- tækt dæmi. Helga íýsir því einnig í formálanum hve illa þjóðfélagið hefur búið að jreinr konum sem liafa getu og hæfileika til að skrifa. Hlutverk þeirra í þessu Jrjóðfélagi hefur til skamms tíma verið rækilega skorðað innan veggja heimilisins, Jrær hafa hvorki haft „peninga né sérher- bergi" til að sinna hugðarefnum sínum og til þess hefur ekki verið ætlast af þeini að þær kynnu eða gerðu annað en að hugsa um heimili og ala upp börn. Þetta gildir að sjálfsögðu um konur alls staðar á Vesturlöndum, og þetta gildir einnig um aðrar listgreinar en bókmenntir. Það segir sig því sjálft að konur hafa ekki átt greiðan aðgang að kvikmyndalistinni. Nú skal það skýrt tekið fram, að á ís- landi hefur enginn átt greiðan aðgang að kvikmyndalistinni, og gildir Jjá einu hvort um karl eða konu er að ræða, enda verður Island ekki tekið með í reikning- inn í J^ví sem hér fer á eftir, heldur fjall- að um ástandið eins og það er í löndum þar sem kvikmyndalist er til og kvik- myndir framleiddar svo einhverju nemi. Karlmannalist Kvikmyndalistin hefur verið til skamms tíma, og er enn að miklu leyti, karlmannalist. Kvikmyndir hafa verið Iramleiddar af körlum og fyrir karla, og meira að segja er yfirgnæfandi meirihluti gagnrýnenda karlar. Það segir sig Jrví sjálft að sjónarmið kvenna hafa ekki fengið að njóta sín sem skyldi í þessari listgrein. Þetta kemur einna best frarn ef við hugum að J)ví hvernig sú kvenmynd h'efur verið gegnum árin sem kvikmynd- irnar hafa skapað. Á Jrað hefur verið bent, að á stríðsárunum hafi allmargar 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.