Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 39

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 39
flokksins og þá einkiun hér á höfuðborg- arsvæðinu — þar sem ég þekki nii helst eitthvað til. Ég tel að við þurfum að gera gangskör að því að fá fleira af verkafólki, jafnt óiðnlærðu sem iðnlærðu, inn í flokkinn. Sömuleiðis þykir mér sem yngsta kynslóðin skipi þar of lítið rúm. Og með orðunum yngsta kynslóðin á ég ekki við ungt fólk almennt, af því eigum við margt í þessum flokki sem betur fer, heldur á ég við fólk á aldrinum þetta 17, 18-25 ára. Ég segi þetta ekki vegna þess að mér sé ekki ljóst að flokkur okkar á einkum fylgi að fagna með verkalýð þessa lands og að ttnga kynslóðin hefur jafnan veitt honum mikilvægt brautargengi. Ég geri mér fulla grein fyrir því, og einmitt þess vegna tel ég brýnt að fá miklu fleiri lulltrúa þessa fólks inn í flokkinn, að það geti tekið beinni þátt í starfi hans og stefnumótun. Vænti ég þess að fleiri landsfundarfulltrúar tjái hug sinn í þess- tim efnum og að flokksstarfsnefnd og Hokkurinn í heild leiti færra leiða til að bæta hér um í verki. Góðir félagar! Við höfum á þessum landsfundi okkar fjallað um margvísleg Verkefni sem við þurfum að sinna og leysa á næstunni - og gera að áföngum á leið okkar fram á við. Það er því ekki úr vegi að rifja upp til hvers upp var risið forðum. Ekki var það eingöngu til þess að snauðir menn gætu bætt einum brauð- hleif, súpudiski og mjólkurl ítra við dag- legan skammt sinn eða aukið einu her- bergi við fátækleg húsakynni eða búið bömum sínum ívið betri skilyrði til menntunar. Allt er þetta að vísu gott og Oauðsynlegt og jafnframt óhjákvæmileg forsenda annars og meira. Og tilgangur- inn var líka og umfram allt sá að verka- lýðsstéttin, sem er burðarásinn í hreyf- Asgeir Blöndal Magnússon. ingu okkar, mætti öðlast vitund um mátt sinn og það hlutverk sem bíður liennar í félagslegri framvindu og þjóðfélagslegri umsköpun, að hún efldist til skýrrar sýn- ar á þau verkefni sem framundan væru - og að vil ja og orku til að leysa þau. Og ekki einungis það, heldur og að hún gerðist forystusveit í baráttu annarra vinnandi stétta, svo sem fátækra bænda og ýmissa millistéttahópa, miðlaði þeim af reynslu sinni, tæki mið af stöðu þeirra, setti sig í spor þeirra og glæddi þannig gagnkvæman skilning á sameiginlegum viðfangsefnum. Á þann hátt skyldi hún tengja baráttu þeirra sinni eigin svo að þeir lýðir mættu að lokum löndum ráða ,er útskaga áður af byggðu' - og maður- inn ná tökum á þjóðfélagsöflunum og verða herra síns eigin sköpunarverks. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.