Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 42
víslegar. Og því minntist ég á reimleika að mér finnst sem sum þessi fyrirbæri a. m. k. séu einskonar uppvakningar og tilheyri áföngum sem þegar eru eða ættu að vera að baki. En ef til vill er það svo að viðfang það og vandi, sem orðið liafa kveikja slíkra viðhorfa, vitji nýrrar kyn- slóðar í eitthvað breyttri mynd og hún verði að kl jást við þau á sína vísu. En kannski eru þessar hugleiðingar mínar aðeins þankar gamals manns sem kann ekki lengur að greina milli gærdags- ins og dagsins í dag. Og kannski eru augu mín haldin, svo að ég sjái ekki lengur mun þeirra margvíslegu sprota, er vaxa úr moldu, eða kunni að greina ólíkt fas og stigmál í göngulagi nýrrar kynslóðar er fram hjá fer. Eg vona að svo sé ekki, og mér þykir sem það ætti að vera eitt af verkefnum Alþýðubandalagsins sem breiðs sósíalísks flokks að virkja til sam- starfs öll þau öfl í áðurnefndum hræring- um sem einlæg eru og heilsluigar í sósíal- ískum viðhorfum sínum. Góðir félagar, ykkur þykir þetta vísast skrýtin ræða og undarlegt tal. En skýr- ingin er sú að hér talar stórsyridugur maður, einskonar eftirlegukind sem trú- ir m. a. á stóra-sannleika, þetta fyrirbæri sem menn hafa hæðst hvað mest að. Stóri- sannleikur er að vísu í hans augum engin endanleg, óumbreytanleg sannindi, held- ur ferli þar sem hugmyndir eru tengdar og kveiktar saman í meira eða minna samfellda lífsýn - lífsýn sem höfðar til vilja og orku og getur breytt ástríðulausu föndri í þróttmikið starf. Og hann er jafnvel þeirrar trúar að einstaklingar og samtök, sem ekki eiga sér einhverja slíka lífsýn, - einhvern stóra-sannleika - séu ekki líkleg til mikilla afreka. Og svo er það annað, félgar, sem síst er álitlegra. Hér talar líka hálfgildings full- trúi steinbarnsins lítt ræmda. Að vísu bindur hann ekki traust sitt við stein ó- umbreytileikans, heldur þann stein end- urnýjunar og staðfestu er fellir út það berg, sem ekki er hald í, og myndar ann- að nýtt í staðinn, klettinn, sem reynsla stríðandi mannkyns liefur runnið í frá öndverðu, síast í og skírst. Kannski var Singasteinninn góði, fornbergið þar sem þeir börðust á sundi í selslíki í árdaga Heimdallur og Loki, þessarar ættar. Og ætli það gildi ekki 1 íka um undirstöðu- berg hinnar nýju jarðar, þeirrar jarðar iðjagrænnar sem völvan sá forðum í anda að upp mundi rísa úr veraldarsænum. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.