Réttur


Réttur - 01.04.1978, Side 65

Réttur - 01.04.1978, Side 65
ERLEND VÍÐSJÁ Hræsnarinn Carter Carter Bandaríkjaforseti biðst fyrir 25 sinnum á dag og bölsótast álíka oft út af ranglátum réttarhöldum í Sovétríkjun- um, jjar sem nokkrir andófsmenn eru dæmdir í nokkurra ára fangelsi eða þrælkunarvinnu. Morgunblaðið og amer- íska fréttaþjónustan í ríkisútvarpinu bergmála bölsótið dyggilega. En Carter Bandaríkjaforseti heldur bjafti, jiegar hann heimsækir Persakeis- ara, blóðhundinn, sem lætur myrða sak- lausa menn hundruðum saman og held- ur jjúsundum saklausra í fangelsi án dóms og laga. (Amnesty International tel- Ur J^á milli 25 og 100 þúsund.) Og Carter heldur verndarhendi sinni yfir fasistaríkinu Suður-Afríku, þar sem Uiargir ágætustu frelsissinnar heims, eins °g Bram Fischer eru drepnir í dýfliss- Um hvítu fasistanna, en aðrir kveljast ])ar •uvilangt. Og ungir andófsmenn eru þar skotnir án dóms og laga daglega — eða drepnir með Joví að henda J)eim út um glugga á lögreglustöðvum. Af hverju þegir sá hákristni Carter? 350 einokunarfyrirtæki bandarísk hafa fest um 2000 miljónir dollara í fyrirtækj- um í Suður-Afríku. 75% af þessari fjár- festingu eiga þrettán bandarísk fyrirtæki: General Motors, Texaco, Standard Oil of California, Mobil Oil, Ford, General El- ectric, ITT, Clirysler, Firestone, Good- Hernaðar- og stóriðjusamsteypan, sem stjórnar Carter. year, Minnesota Mining and Manufac- turing, Caterpillar og IBM. Og bandarísku bankarnir hafa lánað auðfélögum Suður-Afríku meir en 2000 miljónir dollara. Meðal J)eirra eru City Bank, Chase Manhattan, Morgan Guar- anty Trust, Bank of America og fleiri. 137

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.