Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 6
fyrstu mánuði ársins 1949 var auðséð að þáverandi ríkisstjórn var orðin ákveðin. Enda var ósleitilega ýtt á eftir af Banda- ríkjunum. Hinn 12. mars fóru þrír ráðherrar til Bandaríkjanna til að kynna sér málin eins og látið var í veðri vaka. Þeir komu aftur 21. mars og höfðu þá að eigin sögn verið leiddir í allan sannleika. En óhugn- anlega minnti sú för á utanstefnur ís- lenskra valdamanna fyrr á öldum. Þó var sýnilegt að forustumenn stjórn- arflokkanna voru hræddir. Þeir voru ekki vissir um að búið væri að undirbúa jarðveginn nægilega vel. Hræðslan birtist í ýmsum myndum og auðvitað var hún ekki ástæðulaus. Því þrátt fyrir allan kaldastríðsáróðurinn var þjóðin alls ekki orðin sannfærð um að öryggi hennar og hamingja væri fólgin í hernaðarbanda- lagi. Strax um miðjan febrúar var hafist handa um að safna varaliði fyrir lögregl- una. Var a. m. k. í byrjun talað um 1000 manna lið, og er athyglisvert að ekki var talið duga minna en hálfur annar mán- uður til slíks liðssafnaðar og undirbún- ings. Enn betur kom hræðslan í Ijós þegar búið var að undirbúa þingmenn stjórn- arflokkanna og kveða niður andstöðu, þá átti að reka málið í gegn um þingið á einum næturfundi með öllum þar til heyrandi afbrigðum, svo lítið bæri á. Af þessu varð þó ekki. Bæði mótmælti for- maður Sósíalistaflokksins slíkri máls- meðferð og einnig mun forseti sameinaðs þings, Sjálfstæðismaðurinn Jón Pálma- son, hafa neitað að þverbrjóta svo reglur þingskapa. Þá var einnig fellt að leggja málið í jrjóðaratkvæðagreiðslu. Allt þetta og margt annað fréttist út og varð til að auka spennuna. Eg held að enginn mað- ur hafi lýst andlegu hugarfari mikils meiri hluta almennings eins vel í jafn fáum orðum eins og kunningi minn einn, er ég hitti á götu að kvöldi hins 29. mars. Þegar við höfum heilsast, varð honum fyrst að orði: Mikið ólgar þjóðarsálin núna. Þessi maður var aldrei tengdur Sósíal- istaflokknum eða stefnu hans. En liann var greindur maður og næmur á hug samborgaranna og í þessu tilfelli fann hann glöggt og skynjaði jiann óliug, sem var að gerjast í huga almennings út af þeim ráðum, sem allir vissu að ráðin höfðu verið. Þegar ofan á allt þetta bættist að leið- togar stjórnarinnar gerðu þá reginskyssu að senda út sérstakan fregnmiða með á- skorun til fólks um að mæta á Austurvelli og gæta þess þar að Aljnngi hefði starfs- frið, þá var ekki furða joótt spennan yk- ist, því ómögulegt var að skilja jretta á annan hátt en þann, að örugglega yrðu hörkuátök og fólk beinlínis beðið að koma og taka þátt í þeim. Hernám hugarfarsins Rétt er að rifja upp rök okkar sósíal- ista fyrir andstöðunni og sýna framá, hve örlagaríkir atburðir voru að gerast með þessari ákvörðun. Með tilliti til þess, sem fyrr er rakið um aðdraganda og samjrykkt og málaleit- ana Bandaríkjanna um hernaðaraðstöðu hér, töldum við öruggt að hér væri að- eins um að ræða nýjan áfanga að sama marki. Að vísu komu ráðherrarnir frá Washington með loforð um að hér yrði aldrei erlendur her á friðartímum. Samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.