Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 12
ííkis, að liann fái það ckki margfallt aftur d þessum tima og í hinum komandi heimi eilift lif.“ (Lúkas 18, 29-30). (Leturbreytingar á báðum stöðum mínar.) — En líklega liafa síðari meðhöf- undar guðspjallanna verið í nokkrum vandræðum með setningar þessar - svo og með hina: „Sanulcga segi cg yður, nokkurrir af þcim, cr hér standa, munu alls ekki smakka dauðann ,fyrr cn þeir sjá guðsríkið koma með krafti. - (Markús 9, 1). Farisearnir og hinir skriftlærðu, - klerkalýður þeirra tíma, — fá síst betri útreið lijá Jesúm en þeir ríku og er ó- þarfi að endurprenta þau ummæli (Sjá m. a. 23. kafla Matteusar guðspjalls). - Og síst mun virðing hans hafa verið meiri fyrir æðstu prestunum, þeim, sem óttuðust kenningar hans mest og undir- bjuggu líflát hans. Þá er það eftirtektarvert, að hvergi verður þess vart að Jesús frá Nasaret liaf i verið haldinn þeim hleypidómum gegn konum, sem gagnsýra Gyðingdóminn, er telur þær hafa flutt syndina inn í heim- inn, - heldur þvert á móti litið konurnar sem jafnréttháar karlmönnum. Það er fyrst Pnll postuli, sem fyrirskipar konum að þegja í söfnuðinum, - og kemiir inn í kristindóminn því kvenhatri og kven- fyrirlitningu Gyðingdómsins, sem hefur eitrað kristindóminn lengst af og valdið óumræðilegum hörmungum, spillingu og svívirðingum - og enn eimir eftir af. Jesús frá Nasaret birtist sem boðberi bróðurkærleikans, fyrst og fremst meðal hinna snauðu, og fordæmir hina vold- ugu, ríku og hræsnisfullu, „skriftlærðu" og ,,lögvitringa“. Hann boðar guð mann- kærleikans, guð, er sé faðir þeirra, er bræðralagið stunda, - en harðstjórinn Jehova, hinn miskunnarlausi guð Gyð- inga, virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá honum. Boðskapur Jesú frá Nasaret um sam- eign allra Jreirra er aðhyllast bræðralags- boðskap hans, er ótvíræður. Þeir, sem honum ætla að fylgja, verða að gefa burt eignir sínar, fátækum eða félagsskapn- um. Og þessi frumstæði neyslu-komm- únismi er einkenni frumkristninnar eftir dauða Jesú: „En í hinum fjölmenna hóp þeirra, er trú höfðu lckið, var citt hjarta og ein sál, og enginn taldi ncitl vcra sitt, cr hann átti, heldur var þcim allt sameig- inlcgt. Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jcsú, og mikil náð var yfir þeim öllum, Javí að eigi var heldur neinn þurf- andi mcðal þeirra, því að allir landeigendur og hús- eigendur seldu, og komu mcð andvirði hins sclda og lögðu fyrir fætur postulanna og sérhverjum var úthlutað eftir því, sem hann liafði þörf til.“ (Poslulasagan 4, 32-35). Um kommúnisma Jesú og frumkristn- innar í kenningu og framkvæmd - og fordæminguna á yfirstéttinni, óhófi hennar og hræsni, - er því enginn efi, enda vafalanst fleiri slíkar kenningar og framkvæmdir uppi á þessum öldum, oft hjá einangruðum trúarhópum en einnig tilraunir til að framkvæma slíkt í stærri stíl, jafnvel af hálfu konunga (sbr. t. d. tilraun Cleomenesar III., Spörtu-kon- ungs á 3. öld f. Kr.). Það ber lrví aðeins vott um Jækkingar- leysi vissra manna og ofstæki, er jreir vil ja neita Jrví að Jesú og síðar söfnuðir hans liafi verið kommúnistar. Þessir ofstækis- menn Jmrfa að læra að kenningin um kommúnisma var til löngu fyrir daga Karls Marx! 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.