Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 16

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 16
II Baráttan gegn byltingarboöskap sam- eignarinnar: Páll postuli byrjar að leiða rétttrúnaðinn til hásætis og Konstantín keisari innlim- ar svo kristna kirkju í kúgunarveldi drotnaranna. Páll postuli, hinn rómverski borgari og ofstækismaður, er sá, sem mótar þá steinu að uppræta hið byltiugarkennda í frumkristninni, svipta hina kristnu von- inni um að koma sameigninni á í lifanda lífi, en gera trúna á annað líf og velferð hinna kristnu á himnum að aðalatriði og breyta um leið þeim guði bróðurkær- leikans, er boðaður hafði verið, í harð- stjórnarguð í ætt við Jehova. Raunveru- lega er þetta verk hans upphafið að því að gera kristindóminn fyrst og fremst að trú, en ekki félagslegum siðaboðskap, og ryður þannig brautina fyrir andlegri við- urkenningu kristinnar trúar innan róm- verska keisaradæmisins (árið 313) og gera að lokum þá kristnu kirkju, er nú hafði eignast biskujra, klædda pelli og purpura, að ríkiskirkju í lok fjórðu aldar. „Þá barðist hún ekki lengur fyrir kommún- istiskum hugsjónum, en reifst um trúar- setningar: fólkið þagnaði, guðfræðing- arnir höfðu nú orðið,“2 — og síðan leið ekki á löngu að kirkjunni sem þætti í ríkisvaldinu og tæki þess yrði beitt gegu þeim, sem héldu áfram að boða hinn upprunalega boðskap sameignar og bræðralags. En mótspyrnulaust fór pessi breyting ekki framar. A öllum prem fyrstu öldunum e. Kr. gengur sameignarkenningin sem rauður prdður í gegnum kenningar margra kirkjufeðranna og fleiri: Barnabas frá Kypros, — máske er hans getið í „Postulasögunni“, ritar í bréfi sínu nr. 19: „Þú skalt eiga allt sameiginlega með náunga pínum, pú skalt ekki kalla neitt þitt eigið, pví ef pið eigið saman pað, sem er eilíft, hve miklu frekar hljótið pið pá ekki að eiga saman hluti pá, sern eru forgengilegir.“ Justinus, sem dó sem píslarvottur á 2. öld, ritar um trúfélaga sína: „Við, sem áður leituðumst við að afla okltur góss og eigna, gefum nú pað, sem við eigum, til félagsskaparins og veitum hverjum, sem líður neyð, hlutdeild i pvi.“ Clemens frá Alexandríu, er var sam- tímamaður Justínusar, segir: „Allir hlutir eru sameign, peir eru ekki til til pess að peir riku leggi pá und- ir sig.“ Tertullianus, sem var uppi í byrjun 3. aldar, leggur áherslu á hvað aðskilji þá kristnu lrá Rómverjum: „Við erum brceður hvað fjölskyldu- eign snertir, en hjá ykkur bindur hún enda á allt brœðralag. Sameinaðir i hjarta og sál efumst við eltki um sameign vora. Við eigum allt sameiginlegt, nema konur vorar; — par eru takmörkin fyrir sameign vorri, — en hjá ykkur eru ein- mitt pœr sameiginlegar.“ (Apologi I. 39). Ambrosius, sem var uppi á 4. öld, sagði: „Náttúran skapar sameignarréttinn; ofbeldið skóp einkaeignaréttinn.“ Þannig mætti rekja ummælin enda- laust, en meira að segja inn í biblíuna, þar sem mikið er þó þurrkað út af hin- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.