Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 18
þráður litast oítast blóðrauður aí ofsókn- um yfirstéttarkirkjunnar, studdri af aðli, riddarareglum og krossförum livað eftir annað. En þessi rauði þráður slitnaði aldrei að fullu, því jarðvegurinn fyrir kenningar þessara kristnu kommúnista var hjá hinum fátæku, bæði bændum og ekki síður handverks- og verkamönnum, er þær stéttir komu upp í borgum Jjeim, er taka að myndast, er á miðaldirnar líð- ur. I>að myndi sprengja ramma tímarits- greinar að rekja sögu þeirra kristilegu- kommúnistísku lireyfinga, er upp risu allt frá Jrriðju öld og fram til loka mið- alda, svo hér skulu aðeins nefnd nokkur nöfn: Karpokratianar var einn slíkur há- kommúnistískur og „vantrúaður" félags- skapur kallaður, sem upp kom í Alex- andrínu og breiddist út í Egyptalandi og Norður-Afríku, jafnvel alla leið til Róm- ar - og hélst við öldum saman. Land- búnaðarverkamennirnir í Norður-Afríku börðust í anda kommúnistískra kenn- inga fyrir sameign eða a. m. k. jafnrétti í eignum, svo og fyrir frelsi og bræðra- lagi bæði á fjórðu og fimmtu öld e. Kr. Baráttan beindist gegn stórjarðeigendun- um og var hreyfing Jjeirra kiilluð Cir- cum-cellionar og síðar kennd við Dona- tus biskup, er tók málstað verkamann- anna. Kirkja og ríki, rétttrúnaðarmenn og rómverskir böðlar sameinuðust gegn [)essum landbúnaðarverkamiinnum og tókst aðkæfa frelsisbaráttu þeirra í blóði. En þótt ríki og kirkja tækju þannig öld eftir öld höndum saman um að kveða niður kommúnismann í kristindómnum, þá gat samt komið fyrir að konungar fengju ómjúkt orð í eyra, þegar þessir veraldlegu og andlegu höfðingjar voru ósáttir. Gregoríus 7. páfi komst svo að orði um kongana: „Hver er sá, sem ekki veit. að kongar og furstur eiga uppruna sinn og cett að rekja til peirra, er ekkert vissu um guð, en sóttust eftir pví með hroka, ránum, bellibrögðum og morðum, — í einu orði sagt með alls konar glcepum, uppfundn- um af djöflinum, — að drottna yfir jafn- ingjum sínum og meðbrœðrum í blindri grœðgi og ópolandi frekju." (Verk Gre- goríusar mikla, Patrologia Migna, 147- 148 bindi, 21. pistill). Jafnvel í franciskana-reglunni eins og hún var upphaflega, gætti kommúnistísk- kristilegra áhrifa. Hjá Joakim frá Floris á Suður-Ítalíu, er uppi var á 12. öld og Amalrik, sem um tírna var prófessor í París, gætir slíkra áhrifa - og úrskurðast (1204) sem villutrú! Kathararnir, er urðu voldug hreyfing, hófu starfsemi sína í Búlgaríu og náðu þar nokkurri fótfestu nreðal bænda í bar- áttu sinni gegn lénsaðlinum. Breiðist sú hreyfing út um Frakkland, Spán og Þýskaland. (Orðið „kætter“ - villutrú- armaður á uppruna sinn að rekja til þeirra). - Hinir skriftlærðu börðust eðli- lega gegn þessum „kommum" og spör- uðu ekki ósannindin að vanda, m. a. báru Jreir þeim á brýn „frjálsar ástir“, svo snemma hefur afturhaldið byrjað á að brennimerkja „bolsana" fyrir Jrjóð- nýtingu kvenfólksins! Blóðugastar urðu ofsóknfrnar gegn þessum kommúnistum miðalda, sem í Serbíu kenndu sig við Bogomil prest, er uppi var á 10. öld. Hófust Jrær í lok 11. alclar og héldu áfram öldum saman. 1234 var Bosnía eyðilögð að heita mátti í eldi og með sverðum ungverskra “krossfara", 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.