Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 26
IV SKILGREININGIN SNJALLA: Halldór Laxness ræðir guðfræði og sér- staklega sálmaskáldskap 17. aldar í Ijósi niðurlægingar og ofstækis lúterskr- ar kirkju í þjónustu yfirvalda, en lýsir svo hins vegar Jesúmynd Passíusálma Hall- gríms Péturssonar sem andstæðunni. Skilgreining Halldórs Laxness á höf- uðpersónunum í guðfræði lútersks rétt- trúnaðar á 17. öld í snilldarverki lians „Inngangur að Passiusálmunum", er á- reiðanlega dýpsta og snjallasta skilgrein- ing á því fyrirbrigði, sem til er - og það þótt víðar væri leitað en á landi voru. Og samtímis standa okkur íslending- um fyrir hugskotssjónum framkvæmdin á kenningum þess rétttrúnaðar, drýgð í nafni hins lúterska guðs og kóngsins af hans náð: Drekkingarhylurinn á Þing- völlum - og oss berast enn til eyrna neyðaróp þeirra saklausra kvenna, er þar var drekkt í guðs og kóngsins nafni, - preelakistan á Bessastöðum og böðuls- handverkið allt, lýst af þeirri snilld, sem læsir sig óafmáanlega inn í hugann í „ís- landsklukkunni", einu af stórfenglegustu verkum heimsbókmentanna. Halldór gefur (á bls. 12 í útg. 1942) raunhæfa lýsingu á livað gerst hefur á hinu pólitíska sviði með sigri hinnar „lútersku siðabótar" á íslandi: „En um þessar mundir hefur samem- ing krunu og kirkju verið framkvœmd i danska ríkinu og má segja að sú ný- skipan sé rikjandi á tslandi frá peim degi að Jón Arason er leiddur út. En á sarna degi er lika viðnám alpýðunnar gegn tvískiptu valdi á enda: Krúnan liefur ekki aðeins sölsað undir sig is- lenska verslun og stóreignir kirkjunnar, heldur einnig einkaréttinn á guðinum, svipunni og endurlausnarkenningunni, og stendur nú sameinað afl, stjórnarfars- lega og siðferðislega, gegn lýðnum, með ráð hans allt i hendi sér.“ Síðar (bls. 13) segir svo: „Frumhugtak timanna, endurspeglun pess stjórnarfarslega ógnarvalds, sem sið- bótin pjónaði, er refsingin, svipan. Lýð- urinn slial umfram allt auðmýkjast, hann skal búa undir svipunni, — petta er vald- boðið að ofan, ofar öllum öðrurn vald- boðum. Réttlátur er guðinn mikli einn, faðirinn, Drottinn, reiðiprungin karl- vera, sem áin afláts fullnœgir réttlœti sínu með harðleiknustu meðulum á jarðnesk- um mönnum.“ Síðan kemur síðar (bls. 22-23) hin stórsnjalla skilgreining á jiví hvernig sú „höfuðpersóna guðfrœðinnar”, sem menn forðum - um nokkurn tíma a. m. k. - gerðu allhjákátlega á íslandi, eink- um t. d. í samskiptum hans við Sæmund fróða, sem sé kölski kallinn, er orðinn í lúterskum sið: „Önnur höfuðpersóna guðfræðinnar, peirrar helgispeki, sem samin er utan um svipu liöfðingjavaldsins, og óhjákvæmi- legur i framkvœmd refsingarinnar, er freistarinn, i senn kvalari manna og böð- ííZZ, höfuðskepna alls hugsanlegs kval- rœðis, Djöfullinn." Og síðan (á bls. 23) kemur þessi djúp- vitra skilgreining: „Drottinn og Andskotinn eru í hug- myndakerfi /7. aldarinnar ekki andstæð né ósamkynja meginrök, heldur bæta peir hvor annan upp, starf peirra er vixl- starf með samkynja undirstöðurökum, annar tekur við par sem hinum sleppir, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.