Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 52
Staða sósíalista á íslandi í dag er ákaí- lega sterk hvað þetta snertir og þeir haía algjörlega óbundnar hendur. Það er þessvegna skrýtið að þeir skuli vera í erfiðleikum með að finna sér raun- hæfan starísgrundvöll. Kannski stafar þetta af því að árangur baráttunnar hefur aldrei verið gerður upp. l>að liefur aldrei verið dregið nægi- lega skýrt fram í dagsljósið að þó miðað sé við þau ríki sósíalismans sem lengst eru komin þá hefur barátta íslenskra só- síalista valdið meiri byltingu á ýmsum sviðum en orðið hefur í þessum ríkjum. Þessum staðreyndum má aldrei gieyma. En baráttan á íslandi verður aldrei rekin á sama hátt og erlendis. Þetta staf- ar af því að gerð þjóðfélagsins okkar er allt annars eðlis en gerist annars staðar. Islenskur kapítalismi er í lramkvæmd af annarri gerð en í öðrum ríkjum. Það má segja að á íslandi sé rekinn ríkiskapítal- ismi, þar sem peningamennirnir og aðrir aðilar í atvinnurekstri og verslun spila ekki með eigin fjármuni, lieldur gangi í eignir almennings gegnum bankakerfi og sjóðina og dragi síðan fjármagnið út úr kerfinu bakdyramegin án þess að eiga á pappírunum mikið eigið fé. Þetta er í grunnatriðum munurinn á okkar kapítalisma og hagkerfi þeirra landa þar sem „15 fjölskyldur“ eiga bróð- urpartinn og einkaeign auðmanna er raunveruleg. Ef þessi lauslega skilgreining af efna- hagslífi okkar er nálægt lagi þá eiga só- síalistar að viðurkenna þessar staðreynd- ir og vinna samkvæmt því. ■¥■ * Á fyrstu áratugum þeirrar verkalýðs- baráttu sem tengd er fræðilegum sósíal- 52 isma voru unnin gífurleg þrekvirki á ís- landi. Þá hikuðu félagar okkar ekki við að leggja allt undir fyrir vonina eina um betra þjóðfélag. Þeir börðust á öllum vígstöðvum og þetta tímabil er nokkuð samfelld röð af sigrum. Alþýðan þroskað- ist skref fyrir skref til aukins frelsis og efnahagslegs sjálfstæðis og sjálfsvirðing- ar sem var ekki síst undirbyggð af skáld- um okkar og rithöfundum. Og þá voru íslenskir sósíalistar yfirleitt menntað fólk, í bestu merkingu orðsins, hvort sem þeir boðuðu kenninguna niður við höfn eða í sölum alþingis. En sú breyting sem varð á öllu lífi al- mennings kallaði á endurmat baráttunn- ar. Það er vafamál að sósíalistar hafi átt- að sig nægilega vel á þessu. Hvort sem það var vegna vitrænna að- gerða eða af tilviljun einni, þá tókst pen- ingavaldinu að gera gullkálfinn að gælu- dýri afar stórs hluta launafólks. Þessi staðreynd lýsti sér í mörgum myndum. Taka má dæmi um þróunina í hús- næðismálunum. I stað þess að verkalýðs- hreyfingin legði alla áherslu á það að húsnæðismál launafólks yrðu leyst á fe- lagslegan liátt með langtíma lánum og leiguhúsnæði, þá var hleypt í gang einka- byggingafaraldri sem hófst með smá- íbúðahverlum og hefur haldist allar göt- ur síðan. Með þessu var meðal annars kippt stoðunum undan félagsstarli sósía- lista og aukavinnuþrælkunin hóf inn- reið sína og hefur ekki linnt síðan. Þarna sváfu sósíalistar á verðinum. Einkabíllinn var annar þáttur þessarar þróunar. I stað þess að sósíalistar og verkalýðshreyfingin settu það á oddinn að samgöngumál yrðu leyst á félagslegum gTundvelli með almenningsfarartækjum, hélt einkabíllinn innreið sína í líf fólks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.