Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 57

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 57
Hvernig sem því er varið, þá mun það ekki afsaka í augum kommúnista og ann- arra sósíalista það verk, sem hér var framið. Og þótt það sé vissulega gott verk að kafa forðað Kína frá þeirri einangrun og ofsóknarbrjálæði, sem valdataka,, fjór- rnenninganna" liefði leitt til, þá er ekki þessvegna nauðsynlegt að þjóta úr ..vinstri öfgunum" yfir í þær hægri: faðmlögin við forna og nýja fjendur Kína og sósíalismans í heiminum: Ifandaríkin og Japan. — Hóf var eitt sinn einkenni kínverskrar speki. III Okkur íslenskum sósíalistum þykir því sárar að upplifa þetta, sem við áttum þess margir kost að upplifa fyrir svo sem tveim áratugum það mat á manngildi, án þess livort félagi frá smáþjóð eða stór- veldi ætti í hlut, einmitt hjá leiðtogum kínverska flokksins Chou-En-lai, Chu-Te °g öðrum, - það mat sem löngurn var aðalstákn þjóðar vorrar. Þetta manngild- tsmat er og einkenni sósíalismans hvað gildismat snertir í andstöðu við kapítal- tsmann, sem allt miðar við auð og völd. Og þetta manngildismat sósíalismans þýddi að meta jafnt hverja þjóð, hvort hún væri smá eða stór. Manngildismatið er einkennandi fyrir þá kynslóð sósfalismans, er ryður braut- ina, - fórnar þá oft öllu, lífinu líka, - og stundum nær sú kynslóð að framkvæma byltinguna, valdatöku alþýðunnar. Mest- megnis tekst hinni fyrstu kynslóð bylt- ingarinnar að varðveita þetta gildismat hugsjónarinnar, þó eru þess dæmi að valdið spilli sumum all fljótt. Hættan er mest, þegar flokkurinn hef- úr verið áratugi við völd að manngildis- matið víki fyrir matinu á stfjðu, valdi, embætti o. s. frv. „Arfur allra liðinna kynslóða hvílir sem farg á heila lifenda," segir Karl Marx.1 Karátta sósíalismans fyrir sínu manngildismati mun því verða löng og hörð, einnig innan hinna sósíalistísku ríkja, ekki síst þeirra, sem ekki hafa einu sinni áður upplifað borgaralegu bylting- una. En það dugar ekki undan að láta, þótt það taki kynslóðir að sigrast til fulls á „arfinum". Því þetta fyrirbrigði flétt- ast saman við ríkisvaldið sjálft, meðan það er til eins og oft hefur verið áður rætt í „Rétti“.2 Arfur „stöðumatsins“ og stórvelda- lirokans eru skyld — og það mun taka tímann sinn að uppræta slíkt. En einmitt vegna þess mikla, sem Kommúnistaflokkur Kína áður hefur unnið fyrir sósíalismann, á hann heimt- ingu á að honum - eða þeim, sem hon- um nú stjórna, — sé miskunnarlaust sagt til syndanna, er þeim verða ódæði á. „Ég veit mitt orð til einskis fer“, kvað Stephan G. forðum í „Transvaal". Svo veit ég og. En sagt skal það samt. SKÝRINGAR: 1 Karl Marx í „18. Brumairc Lúðvíks Bónaparte, bls. 119 í II. bindi íslensku Marx-Engcls úlgáf- unnar. 2 Sjá m. a. í Rótti: „Úr álögum" 1971, bls. 156- 164, - „Hvernig gal þctta gcrst"? 1968, bls. 125- 134, - og „Nokkrar huglciðingar ttm lýðræðið og baráttuna fyrir því" 1946, bls. 1-39. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.