Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 61

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 61
innan gaddavírsgirðinguna. Við dag- renning klilraði hann niður og hökti á- fram. Honum heppnaðist að komast í lelustað sinn og nokkrum dögum síðar slapp hann til Svíþjóðar. Við fjórir bárum saman ráð okkar í Hýti. Hefðu Þjóðverjarnir slegið hring utan um HorserOd-girðinguna værum við að öllum líkindum búnir að vera. Sá niöguleiki var líka fyrir hendi að þeir notuðu lögregluhundana sem dönsku varðmennirnir höfðu í búðunum. I verk- feraskáp búðanna hafði ég stolið litlum, lélegum rýtingi og ég hafði í hyggju að nota hann ef ég rækist á þýskan hermann í myrkrinu. Ég yrði að reyna að hitta liann í hálsinn um leið og ég ræki hnéð 1 klof hans. Ég man að ég var ákveðinn í að' láta ekki handsama mig Jdví að ég vissi að ég hefði ekki Jirek til að sleppa lif- andi gegnum helvíti útrýmingarbúð- anna. Þá vildi ég heldur deyja strax. Samtímis var mér undarlega innan- brjósts, ég var óttalaus, já, næstum giað- ur. Ég skynjaði frelsi, frelsistilfinning gagntók líkama minn. Ég var sloppinn irá járnrimlum og gaddavírsgirðingum bversu stutt sem Jrað mundi vara. Hvert tré og liver runni var vinur. í hverju húsi °g á hverjum bæ bjuggu landar sem ekki ■nyndu svíkja okkur. Aldrei hef ég verið eins tengdur landi mínu og Jænnan hrá- slagalega sunnudagsmorgun Jægar við, blautir inn að skinni, vorum á flótta lrá Éjóðverjunum. Við höfðum ákveðið að þræða stíg sem lá fyrir austan Gurrevatn og í ýtrustu lleyð að fara yfir í Gribsskóg Jrar sem við feiknuðum með að við gætum falið okk- ur um tíma ef Þjóðverjarnir (eða danska lögreglan) hæfu leit að okkur. En fyrst l,ni sinn ætluðum við út á aðalveginn til að spyrjast fyrir um hvort sést hefði til Jrýskra varðflokka. Nokkrum sinnum urðum við að fara yfir engi og skurði og föt okkar rifnuðu á gaddavír. Við komum að krá og í einhvers konar hálfkæringi settumst við á veröndina sem sneri að veginum og pöntuðum morgunkaffi. Meðan við biðum fóru nokkrir litlir hóp- ar íélaga okkar fram hjá. Loks var stytt upp, sólin gægðist fram milli skýjanna. Þybbin Jijónustustúlka kom með kaffið og sagði: „Það er vel hægt að sjá hvaðan þið komið. En Jhð skuluð ekki vera hræddir, við segjum ekki neitt . . .“ Við urðum sammála um að Jiað liti ekki út fyrir að Þjóðverjarnir hefðu sent varðflokka á eftir okkur. Ef til vill var Jieim alls ekki ljóst hversu margir höfðu flúið. Við ákváðum að steliia á Hillerpd og skiljast fyrir utan bæinn. Fjórir rifnir, dauðjireyttir Horserpdfangar í einu var of mikið af svo góðu. Síðan skjögruðum við áfram, stöðugt viðbúnir að lilaupa í íelur sæist til Þjóðverja. Maður í hestvagni kom akandi fyrir aftan okkur - að Jjví er við best gátum séð var hann að lara með einhvers konar herbúnað á óhultan stað. Hann nam staðar á móts við okkur. ,,Horser0d?“ spurði hann og við kink- uðum kolli. „Hafið þið mat?“ „Við höfum nokkrar rúgbrauðssneið- ar í vasanum.“ „Ég þori ekki að taka ykkur með heim því að vinnustúlkan okkar á vinkonu sem er með Þjóðverjum. En þegar Jiið eruð komnir einum kílómetra lengra farið þá inn í skóginn. Ég sendi son minn með mat handa ykkur.“ Hann hottaði á hestana og ók áfram. Við litum hver á annan: „Gengum við 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.