Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 66

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 66
Alþjóðleg baráttusaga verkalýðsstéttar- innar geymir margvíslega lærdóma um nauðsyn samtengingar þeirra skipulags- heilda sem á hverjum tíma er ætlað að vera tæki launafólks til sóknar og varn- ar. Meðal mikilvægustu þátta í stjórnlist sósíaliskrar fjöldahreyfingar er hvernig skuli haga verkaskiptingu milli samtaka launafólks og þess flokks sem fylkt hefur undir sitt merki framsæknasta hluta verkalýðsstéttarinnar. Á úrslitastundum í hinni sögulegu framvindu geta stór ör- lög ráðist af því livort og þá hvernig har- áttusveit sósíalista hefur tekist að tengja saman annars vegar virkni og vilja fram- sæknasta hlutans í stéttarfélögunum og hins vegar aðgerðir þeirra sem um stund gegna trúnaðarstöríum í valdastofnunum stjórnkerfisins - á þingi eða í ríkisstjórn. Samfylgd flokks og fjiildasamtaka er grundvallarforsenda þess að umtalsverð- ur árangur náist í umsköpun þjóðfélags- ins. Slitni bræðraböndin og baráttu- hlekkirnir, rofni hin virka samstaða, þá munu raðirnar riðlast og útsendarar auð- valdsaflanna geta á skömmum tíma fagn- að nýjum landvinningum. Þótt slíkir lærdómar hinnar alþjóðlegu sögu séu kjarnaatriði í skipulagi og starfs- háttum íslenskra sósíalista, þá fela þeir ekki í sér sjálfvirk svör við spurningum um baráttuaðferðir og stefnumörkun þegar veruleikinn kallar með margbrotn- um hætti á skjótar úrlausnir. Á hverjum tíma verður hver og einn að velja sína leið. Það skapa allir sína eigin sögu. Leið- arljós reynslunnar getur að vísu varpað birtu á veginn en hvert og eitt spor á- kveðum við sjálf. í rúmt ár hafa íslenskir sósíalistar stað- ið í látlausri baráttu þar sem samtenging á kröftum flokks og fjöldahreyfinga 66 launafólks hefur í hverjum álanga ráðið úrslitum um árangur. Dag eftir dag, mánuð eltir mánuð hefur atburðarásin knúið á um nýja samstillingu og sýnt í verki að varnarbaráttu verkalýðsstéttar- innar verður að lieyja á öllum vígstöðv- um: með verkföllum, með útflutnings- banni, í kjörklefanum, í nýrri borgar- stjórn, á Alþingi og við samningaborð ríkisstjórnar. Á þessurn tíma hefur eng- inn sigur verið svo langvinnur að ekki væri innan tíðar kallað á nýja varnarlotu gegn margslungnum áformum auðvalds- ins um kjaraskerðingu, atvinnuleysi og skipulagðar hömlur á baráttumöguleika verkalýðssamtakanna Hljómgrunnur vinstri stjórnar í röð- um íslenskra sósíalista heíur verið svo afl- mikill að mörgum hefur veist erfitt að skilja hvers vegna stéttaátcikin hafa hald- ið áfram að birtast í hverri glímunni á fætur annarri innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar, livers vegna fyrirheit um að sam- staða með samtökum launafólks yrði hornsteinn ríkisstjórnarinnar hafa ekki verið haldin og hvers vegna margir hnefar hafa verið reiddir hátt til lofts til að mylja þann hornstein. Skýringarnar á hinum hörðu átökum sem einkennt hafa stuttan feril ríkis- stjórnarinnar eru í senn margvíslegar og samslungnar. í stórum dráttum má skipa þeim í tvo meginflokka. Annars vegar er tvíeðli samstarfsflokka Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórninni eins og það hefur hvað eftir annað birst íslenskum sósía- listum. Hins vegar eru þau efnahagslegu starfsskilyrði sem felast í arfinum sem íhaldsstjórnin skildi eftir sig, en hann minnir óþyrmilega á hvernig fyrri helm- ingaskiptatímabil landsstjórnar atvinnu- rekendaflokkanna hafa leikið kjör launa- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.