Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 68

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 68
ur Framsóknarflokkurinn tortímt vinstri stjórn með því að setja á oddinn kröfuna um umfangsmikla kjaraskerðingu. Frá stofnun lýðveldisins hafa allar tilraunir með vinstri stjórn eyðilagst vegna úrslita- skilyrða um kauplækkun frá forsvars- mönnum Framsóknariiokksins, fyrst Hermanni Jónassyni árið 1958 og síðan tvisvar á árinu 1974 frá Ólafi Jóhannes- syni. Og þessa dagana gengur Ólafur Jó- hannesson enn á ný hina gömlu götuslóð kauplækkunarkröfunnar. Endurtekning- ar sögunnar eru því hróplegri því oftar sem þær birtast. Kaupskerðingarkrafan í febrúarfrumvarpi Ólafs Jóhannessonar vekur íslenska sósíalista óþyrmilega af draumi um breytt lífsskilyrði vinstri stjórnar og sýnir að enn gengur hin gamla kauplækkunarvofa Framsóknar- flokksins, bani fyrri vinstri stjórna, ljós- um logum í stjómarsölum. Tvíeðli Alþýðuflokksins birtist í skipt- ingu flokksins milli þeirra sem leggja höfuðáherslu á kjarna hinnar sígildu jafnaðarstefnu, samstöðu með hagsmun- um launafólks og margvíslegan stuðning við baráttu verkalýðssamtakanna og hinna sem telja viðreisnarárin blóma- skeið flokksins og fyrirmynd hans í nútíð og framtíð. íhaldssamt markaðskerfi með verulegum ítökum erlendra fjármála- stofnana, viðskiptabandalaga og stór- iðjufyrirtækja í íslensku efnahagslífi á- samt skipulagðri uppbyggingu embættis- mannavaldsins í efnahagslegri stefnumót- un á kostnað kjörinna fulltrúa á Alþingi og í félagssamtökum fólksins eru Jrau markmið sem hinn nýi íhaldsarmur Al- þýðuflokksins vill leggja til grundvallar. Þau hafa á undanförnum mánuðum sett svipmót á tillögur hans í efnahagsmálum. Endurnýjunin í þingliði Alþýðuflokks- ins er bæði félagslega og hugmyndalega að mestu fólgin í afkvæmum viðreisnar- tímans sem síðastliðið sumar og reyndar enn kjósa helst nýja stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Nýíhaldið í Alþýðu- flokknum gerir sér grein fyrir jm' að vel skipulögð og vakandi verkalýðshreyfing er sá brimbrjótur sem uppvakningar við- reisnarára brotna á. Þess vegna hefur helsti oddviti jressa nýíhalds tekið upp liarða baráttu gegn samtökum launafólks og forsvarsmönnum þeirra. Eyðilegging á samtakamætti alþýðunnar er forsendan fyrir valdatöku nýíhaldsins bæði innan Alþýðullokksins sem utan. Þessir herrar töldu sig fyrir tveim árum knúna til að afneita þeim alþýðuvöldum sem forseti Alþýðusambands íslands boðaði 1. maí á Lækjartorgi. Ófriður þeirra síðustu mán- uði og sífelld tilræði í garð ríkisstjórnar- innar sýna að sú afneitun er enn í fullu gildi. Þegar boðberar ævagamalla íhalds- kenninga og sérstakir gæslumenn hags- muna innlends og erlends auðvalds eru komnir í miðja forystusveit Alþýðu- flokksins þá er eðlilegt að raunsönn vinstri stefna eigi erfitt uppdráttar í stjórnarherbúðunum. Hin sígilda jafn- aðarstefna, hert í eldi stéttarbaráttunnar, virðist nú sem oft áður eiga undir högg að sækja í íslenska Aljrýðuflokknum. Hin erfiðu starfsskilyrði sósíalískrar hreyfingar í núverandi rfkisstjórn mót- ast ekki aðeins af tvíeðli samstarfsflokk- anna heldur setur efnahagsarfurinn frá íhaldsstjórninni sóknarmöguleikum Jjröngar skorður. Eins og áður hefur komið fram í 3. hefti Réttar 1978 er rík- isstjórninni fyrst og frernst ætlað að vera hlekkur í varnarkeðju verkalýðsins. Hún á að forða íslensku launafólki frá stór- lelldu atvinnuleysi, varanlegri kjara- k 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.