Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 79

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 79
 Kommúnismi? „Eins og Jcsús fékk sfnum læri- sveinum í hendur brauðið til að útdeila því meðal borðsitjenda, svo hefur hann og þeim, er hon- um þóknast, afhent auðlegð þessa lteims til að útbýta meðal þurft- ugra. Þú skalt ekki meina, kristinn maður, að það sé allt jjitt eigið, sem þú meðferðis liefur. I’að brauð, sem afgaugs er í þínu húsi, er forsorgun liins volaða. Sá mött- ull, er þú þarft ekki að' brúka, er klæði hins nakta (Lúk. 3.). Þau föng, sem á annan veg lijá þér skemmasl og fúna, eru lífsbjörg hins nauðþurftuga. Þar fyrir gjörir þú svo mörgum fátækttm órétt, sem þú mætlir annars þér að skaðlitlu hjálpa, ef þú því inni- heldur, þá hinn volaði, sem er sannur ölmusumaður, við þarf. Ei þurfum vér að brjóta niður vorar kornhlöður og gjöra aðrar stærri, svo lengi vér höfum fátæka ltjá oss ... Ég vil heldur sá einu korni í munn hins fátæka heldur cn tfu í jörðu." * „Heyrið, þér satans börn, ef nokkrir eruð sem megið orð mín heyra eður til þcirra spyrja: Eruð þér enn nú ekki óþyrstir orðnir af blóði fátæks almúga hér í landi? Nær viljið þér láta af að úlsjúga hús þeirra, sem yður for- sorgun veita með sínu erfiði?" Jón biskup Vidalin: l’redikun sunnudaginn í miðföstu. Gegn gróða? „Hann, er upp sker, hvar hann ekki sáði, gjörir hann ekki steina að brauðum? Hann, sem útsýgur hús ckkna og föðurlausra (Matt. 23) undir hylmingu laga og rétt- inda, hann, sem svíkur sinn ná- unga í kaupum og sölum, hann, sem leggur agn ónauðsynlcgra og skaðsamlegra hluta fyrir hans ó- framsýni og fáfræði, til að láta hann hungra á hinni vondu tíð, en feitir sjálfan sig þar með, sá, er inniheldur sveita þess, er erf- iðar, sá, eð svíkur þann í sínu erf- iði, sem hann elur, klæðir og laun- ar honum, - munu ekki allir þcss- ir og þeir, eð þeirn líkir cru, munu þeir ekki, segi ég, gjöra steina af brauðum? Þetla eru kraftaverk andskotans, er hann verkar í börnum vantrúarinnar, með hverjum hann stjórnar sfnu rfki og leiðir margan einfaldan lil sinnar þjónustu." „Það er satt, sem l’áll segir, að fégirndin sé rót alls hins illa.“ (1. Tim.b.) Jón biskup Vídalin: Predikun fyrsta sunnudag f föstu. „Viljum vér alhuga, bræður mfnir, af hvörju flestir eru í fyrst- unni rfkir orðnir; fæstir munu þeir vera, sem náttúran hefur hjálpað þar til að öllu leyti, eður þeirra eitt saraan erfiði, með hverju Guð liefir skipað að næra sig af jörðinni (Gen. 3). Eg vænti að svo hafi flestir auðgast, að þeir, eða þeirra forfeður hafi tek- ið nokkuð ranglega frá öðrum. En segið mér, er það réttvíst, að menn stæri sig upp yfir cinhvörj- um af því, að hans forfeður hafa tekið eitthvað af hins forfeðrum? Engum manni mun það þykja, þegar menn gá að, hverninn hlut- urinn er í sjálfum sér. Jón biskup Vidalin: Predikun á Pálmasunnudag. Refsing GuSs við röngu „framtali“? (Sjá tilvitnunina á bls. 12 hér í Postulasöguna 4.32-35. Svo kemur þetta á eftir um afleiðingarnar af að bregðast hinum kommúnistisku skyldum frumkristninnar). „En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru konu sinni, eign, og dró undan af verð- inu með vitund konu sinnar, og kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. En Pétur mælti: Ananías, því fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú skyldir ljúga að heilögum anda og draga undan af jarðarverðinu? Var hún ckki þín, á meðan hún var í þinni eign og var ekki söluverðið á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér lnigkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hef- ur þú logið að mönnum, heldur að Guði. Og er Ananías heyrði orð þessi, féll hann niður og gaf upp andann, og miklum ótta sló yfir alla þá, sem heyrðu þetta. Og ungu mennirnir slóðu upp og bjuggu um hann, og báru hann út og jörðuðu." Postulasagan 5. I-ö. LEIÐRÉTTING Á bls. 40 í 7. línu að ofan í seinni dálki hefur misprentast „tnistök", en á að vera „einstök". 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.