Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 2
verði til einkaaðila, þar á meðal Áburðarverksmiðjuna, Sementsverksmiðj- una, Landsmiðjuna, Slippstöðina á Akureyri, auk þess sem selja á hluta- bréf ríkisins í ýmsum öðrum fyrirtækjum m.a. Flugleiðum. Þá hafa heyrst raddir um að leggja eigi niður Tryggingastofnun ríkisins og talið er að allt of miklu fé sé varið til heilbrigðis- og skólamála. Á því sviði megi spara tugi milljarða og væntaniega i anda frjálshyggjunnar verður boðin út umönnun sjúkra, aldraðra, fatlaðra og umsjá annarra er standa höllum fæti I lifsbar- áttunni. Fái þessi öfgaöfl innan Sjálfstæðisflokksins og í samtökum atvinnu- rekenda að ráða ferðinni á næsta kjörtímabili er ógnað þeirri velferðarhug- sjón er byggir á náungakærleika kristninnar og verkalýðshreyfingin hefur knúið fram. En þessi öfgaöfl munu þó fyrst og fremst beina skeytum sínum að verka- lýðshreyfingunni eins og á sér þessa dagana stað í Bretlandi hjá M. Tats- cher. íhaldið boðar endurskoðun vinnulöggjafarinnar, draga á vígtennurn- ar úr verkalýðshreyfingunni, skerða verkfallsréttinn, afnema vísitölubætur á laun að vissu marki og ógilda ýmis þau ákvæði eða réttindi sem náðst hafa fram í kjarabaráttu liðinna ára. Sjálfstæðisflokkurinn og samtök kaup- sýslumanna og atvinnurekenda ætla að Jeysa verðbólguvandann“ með því að koma á ,,hæfilegu atvinnuleysi“. Til þess mun þá ekki skorta banda- menn í Alþýðuflokknum og Framsókn, þvi það hefur verið hlutskipti Alþýðu- bandalagsins i síðustu stjórn að hindra slikar aðgerðir, því viljann til slikra aðgerða hefur ekki skort. Alþýðubandalagið hefur kynnst því að Framsókn og kratar hafa þverneitað öllum niðurskurði á yfirbyggingu auðstéttarinnar og þeir herrar sjá aldrei neitt nema kjaraskerðingu í glímunni við efna- hagsvandann. í komandi kosningum stendur því Alþýðubandalagið ásamt verkalýðs- hreyfingunni í glimunni við þríeint íhald, sem nú brynjar sig með markaðs- hyggju upphafsára iðnbyltingarinnar. Það er mikið í húfi fyrir íslenska al- þýðu. Nú er mikið hyldýpi afturhalds og auðhyggju framundan með tilheyr- andi kjaraskerðingum ef alþýðan bregst ekki rétt við og eflir einingarflokk sinn Alþýðubandalagið. Það er eins líklegt að ránfugl íhaldsins muni launa ofstækis-krötunum þann „vinar“-greiða að fella vinstri stjórnina með því að „plokka" af þeim fylgið, sem þeir fengu 1978, eftir mætti, — en mynda svo eftir kosningar harðvítugustu afturhaldsstjórn með Reykjavíkurvaldi Framsóknar, her- náms- og gróðaklíku „loðnu loppunnar“, sem alltaf eyðileggur vinstri stjórnir með afturhaldssemi sinni, þegar að því kemur að láta auðvald landsins borga en ekki alþýðuna. Það eina afl, sem dugar gegn slíku sameinuðu íhaldi, er miklu sterkara Alþýðubandalag, stórsigur þess í kosningunum. Það er það afl alþýðu, sem allt íhald óttast. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.