Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 19
ríkjanna hóf undirbúning kjarnorkustríös gegn Sovétríkjunum strax að stríðslok- um og samþykkti áætlanir þar um 18. september og 9. október 1945. Krafan um stórfenglegar bandarískar herstöðvar á íslandi til 99 ára 1. okt. 1945, stendur tvímælalaust í sambandi við þessar ákvarðanir. Blekkingarnar um að Nato síðar meir væri hugsað sem „varnarbandalag" verða því augljósar. Herstjórn Bandaríkj- anna ætlaði sér að hefja árásarstríð gegn Sovétríkjunum, meðan þau væru enn í sárum eftir stríðið og hefðu ekki atómsprengjur. Herforingjum Bandaríkjanna var sjálf- um ljóst að Sovétríkin voru engin hætta iyrir Bandaríkin, en þeir ætluðu sér að eyðileggja iðnað þeirra og stórborgir svo gersamlega að þau gætu aldrei orðið nein hætta. Og ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað í sept.-nóv. 1945 að vera reiðubú- til þess að „greiða fyrsta höggið" ef á þyrfti að halda. (Direktive 1496/2, bréf utanríkisráðuneytisins 16. nóv. 1945, sem bollaleggur um aðstöðuna, en ritilokar ekki „fyrsta höggið“.) Undirbúningur hinna móðursjúku, drottunargjörnu hershöfðingja og stjórnmálaleiðtoga Bandaríkjanna undir árásarstríð heldur áfram. C. Clifford, sér- stakur ráðgjafi Trúmans forseta, gaf eftir ráðstefnu með æðstu ráðgjöfum ríkisins, forsetanum skýrslu 24. september 1946 þar sem ráðlagt er að Bandarikin búi sig undir árásarstríð með kjarnorku- og gerkw uopnum. I árslok 1947 er hið fámenna og vold- uga öryggisráð ríkisins (NSA) undir for- sæti forsetans myndað, svo og CIA. Þessir aðilar og hermálaráðuneytið bjuggu sig undir árásarstríð og höfðu valdið til að hefja það. 18. ágúst 1948 var ákvörðunin um „Markmið Bandaríkjanna viðvíkjandi Rússlandi“ staðfest sem „algert leyndar- skjal" nr. 20/1. Er það 33 síður og fjallar um 1) undirróður o.s.frv á friðartímum: takmarkið að steypa sovétstjórninni inn- an frá, ef hægt væri; 2) stríð, ef með þyrfti, en það var eftirlátið hershöfðingj- unum í einstökum atriðum að ákvarða, 3) hvernig fara skyldi með landsvæði það, sem Sovétríkin nú næðu yfir, þegar biiið væri að þurrka sovétstjórnina og sósíal- ismann út. Var í síðasta atriðinu reiknað með mismunandi árangri stríðs og að- ferðum eftir á. Hið sameinaða herforingjaráð Banda- ríkjanna var iðið og ákveðið við að búa til áætlanir um árás á Sovétríkin. Urn mitt ár 1948 var samkvæmt hern- aðaráætluninni „Charioteer“ ákveðið að byrja með kjarnorkusprengjum frá stöðv- um í Vestur-Evrópu og Bretlandi og eyði- leggja helstu iðnaðar- og stjórnarmið- stöðvar í Sovétríkjunum. Á fyrsta mán- uði stríðsins skyldi 133 kjarnorkusprengj- um varpað á 70 borgir í Sovétríkjunum. Á tveim næstu stríðsárum skyldi varpað 200 kjarnorkusprengjum og 250 000 smálestum af venjulegum sprengjum. Þá var reiknað með að Sovétríkin gæfust upp vegna gereyðingar af völdum sprengj- anna. Næst var „Fleetwood“-áætlunin gerð. Nokkur ágreiningur var innan herfor- ingjaráðsins. Ráðið áleit að Sovétherinn gæti, þrátt fyrir sprengjuárásirnar og eyðileggingarnar, tekið meginland Vest- ur-Evrópu lierskildi. Hershöfðingjar flug- hersins staðhæfðu að kjarnorkusprengj- urnar myndu nægja til að brjóta Sovét- 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.