Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 23
Sandino í hópi félaga íku-bandalaginu og átti þá að teljast sjálí- stætt lýðveldi innan þess. Þjóðin átti þó jafnan í vök að verjast, og raunverulegt sjálfstæði hefur hún ekki jrekkt fyrr en nú, að Somoza oltnum úr stóli. Borgarastyrjaldir og blóðugar upp- t'eisnir eru fyrirbæri sem þjóð Nicaragua þekkir mætavel. Árið 1912 réðst banda- rískt innrásarlið inn í landið og sat þar til 1933. Síðustu sex ár þess tímabils stjórnaði Augusto Cesar Sandino skæru- kernaði gegn bandaríska hernum í Seg- ovia-fjöllum. Stríðið bar þann árangur, ;,ð Bandaríkjamenn urðu að hröklast úr landi, en þeir áttu bandamenn í inn- lendri borgarastétt. Þeir höfðu líka kom- ^ð á fót her til að vernda hagsmuni borg- arastéttarinnar: Þjóðvarðliðinu svo- oefnda. Árið 1934 var Anastasio Somoza eldri orðinn yfirmaður Þjóðvarðliðsins. Hann sveik Sandino í tryggðum og lét taka nann af lífi, og tryggði sjálfum sér með því æðstu völd í landinu. Hann stjórnaði síðan með harðri hendi allt til 1956, þeg- ar hann féll fyrir byssukúlu ungs ofur- huga: Rigoberto Lopez Perez. Fáir syrgðu Somoza, en það sannast nú sem oft áður að einangraðar aðgerðir al þessu tagi duga skammt: við völdum tók Luis Somoza, bróðir hins drepna og engu minni harðstjóri. Sá Anastasio, sem flúði frá glasi sínu hálftæmdu í júlí s.l. var hinn þriðji í röðinni, og komst til valda 1967. Hann á son, sem hann var að ,,ala upp“ með það fyrir augum að hann sett- ist í valdastól síðar meir, en af því verður sem betur fer aldrei. Sögurnar um grimmd og ómennsku Somozanna eru margar og hrikalegar, og verða ekki tíundaðar hér. Margar þeirra eru líka jæss eðlis, að þeim verður aldrei trúað í alvöru hér norður í velferð. Slík- ar sögur geta aðeins gerst í löndum þar sem fámenn valdaklíka hefur sölsað undir sig öll gögn og gæði og lifir í óhóflegum munaði meðan almenningur býr við sult og seyru. Ömurlegt ástand En nú er þessi ógnaröld að baki. 20. júlí s.l. tók ný ríkisstjórn við völdum í Sandinistar í virki Somoza 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.