Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 34
F relsisbarátta Kúrda Þjóðfrelsisbarátta Kúrdaþjóðarinnar er einn af harmleikjum nútímans. Kúrdaþjóðin er ein af elstu þjóðum jarðarinnar. í gijmlum sumeriskum heim- ildurn er hennar getið 2300 árum fyrir Krists burð. Kúrdarnir skiptast upp á milli ólíkra ríkja og er oft erfitt að áætla fjölda þeirra, enda alls ekki viðurkenndir sem þjóð sums staðar. Eftir því sem næst verður komist búa um 8 miljónir Kúrda í Tyrk- landi, 51/2 nailjón í íran, 1—2 miljónir í írak, I/2 miljón í Sýrlandi og ca. 89.000 í Sovétríkjunum. Aðbúnaðurinn er óskaplega misjafn í hinum ýmsu löndum. -* Kúrdarnir í Sovétríkjunum búa flestir í lýðveldinu Aserbejdsjan. Þeir njóta þar þjóðfrelsis, hafa sjálfir stjórn á menning- málum sínum, hafa sína eign skóla, prenta rit og annað á kúrdisku. Meiri- hlutinn af þeim um það bil 500 ritum, sem komu út á kúrdisku frá 1920 til 1970 var prentaður í Sovétríkjunum. Einnig hafa verið framleiddar grammafónplötur með þjóðlegri kúrdiskri músík. * í Tyrklandi, þessu þokkalega banda- lagsríki Islands í Nató „til verndar lýð- ræði og þjóðfrelsi", — eru Kúrdarnir alls ekki viðurkenndir sem jóð, heldur kall- aðir „Fjalla-Tyrkir“. Þverbrjóta tyrknesk yfirvöld alla sanminga, sem þau hafa orð- ið að gera um sjálfsforræði Kúrda. Tungumál þeirra er bannað, uppreisn- ir þeirra í Tyrklandi 1925, 1930, 1936-7 hafa verið kæfðar í blóði, hundruð þús- unda Kúrda verið drepnir og land jieirra lagt í eyði. Árásir herlögreglu Tyrkjanna „]andermas“ halda stöðugt áfram. Pynt- ingar gagnvart Kúrdum, einnig börnum og nauðganir Tyrkja gagnvart kúrdísk- um konum eru margsannaðar. í 800 þorpum Kúrdanna drotna tyrkneskir „Agas“ sem lénsherrar er halda fólkinu í ánauð. Hámarksaldur Kúrda þar er 45 ár. Lækna eða hjúkrunarfólk er aðeins að finna í 5% af þorpunum, tveir þriðju hlutar Kúrdanna verða að fara 150 kíló- metra til jress að ná til læknis. Helmingur allra barna deyr áður en jrau ná skóla- aldri. 60.000 börn af kúrdaættum fá yfir- leitt enga skólakennslu, kennara vantar. í Tyrklandi er ólæsið yfirleitt 45%, en meðal Kúrdanna 75%. Þannig er reynt með öllu móti að halda Kúrdum niðri í Tyrklandi. Þeir fáu, sem geta brotist til mennta, verða eðlilega róttækir sósíalistar. Þýskur rithöfundur, Júrgen Roth, var tekinn þar fastur fyrir tveim árum af Jrví hann var að reyna að rannsaka ástandið íyrir Amnesty International. Hann kvað Jrá tíð nú liðna að Kúrdarnir í Tyrk- landi myndu horfa aðgerðarlausir á bar- áttu landa sinna í írak. -fc Höfuðleiðtogi Kúrda í frelsisbaráttu þeirra var löngum MústafaBarsani. Hann hafði haft aðsetur í Kúrdahéruðum Sov- étríkjanna lrá jrví eina Kúrdaríkið, sem stolnað hefur verið og stóðst aðeins tæpt ár (23. janúar 1946 til 31. mars 1947) og var staðsett í norðurhluta írans, höfuð- 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.