Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 47

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 47
En nú reið heill og hamingja íslenskra alþýðuheimila á að þessir tveir flokkar, sem alþýðan veitti traust sitt, ynnu frá upphafi markvisst að því að hnekkja of- urvaldi afturhaldsins, — að létta af al- þýðu því heljarbákni, sem hún stynur undir: brjóta heildsalavaldið á bak aftur, þurrka burt hernáms- og olíu-mafíuna, hreinsa til í kraðaki ríkisbáknsins, þjóð- nýta olíuna. tryggingarnar eða koma þar á annarri skipan alþýðu í hag. — Og ef Reykjavíkurvald Framsóknarflokksins, hernáms- og olíu-mafía þess, neitaði að vera með í því að létta oki og bákni auð- braskara af herðum alþýðu, þá áttu verklýðsflokkarnir með öll samtök launa- fólks að baki að efla til nýrra alþingis- kosninga, til að tryggja þeim tveim meiri- hluta og skora á sanna samvinnumenn og vinnandi bændur að fylkja liði með verklýðshreyfingunni til þessa stórvirkis. Með rýtinginn í erminni En það fór á annan veg en vonast var eftir hér í „Rétti“ — og vafalaust hjá <)11- um þorra alþýðu. Frá upphafi stjórnarmyndunarinnar var ljóst að viss öfl í Alþýðuflokknum, — hægri kratabroddar, sem meta meir þjónustu við íhaldið og undirgefni undir Nato, — vildu enga atlögu að forríkri yf- irstétt og bröskurum þessa lands. Það sýndi sig strax, er Alþýðuflokkurinn neit- aði Alþýðubandalaginu um forsætisráð- herraembættið, sem hann átti kröfu á, sem stærsti flokkurinn — og það þó Fram- sókn samþykkti það. — Og þannig gekk það allan tímann, jafnvel frekar gengið inn á samvinnu víð Framsókn um lög gegn hagsmunum verkalýðs, en að taka upp heilsteypta baráttu með Alþýðu- bandalaginu. Það var sorgarleikur Alþýðuliokksins eftir nær 30 ára undirgefni undir Fram- sókn og 20 ára undirgefni undir íhaldið (frá 1959) að hafa ekki getað mannað sig upp í trausta og sjálfstæða samvinnu við Alþýðubandalagið, el'tir að alþýðan bjarg- aði Alþýðuliokknum frá því hruni, sem liann varð fyrir 1974 (9% kjósenda, 5 þm.) sem refsingu fyrir íhaldsþjónkun sína, — og veitti honum 22% atkvæða og 14 þingmenn til baráttu gegn kaupráns- öflum afturhaldsins í landinu. En það er auðséð að vissir broddar í þessum ógæfusama flokki, hafa lalið rýt- inginn í erminni allan tímann og stung- ið honum nú í bak verkalýðssamvinnu og vinstri stjórn 5. október, — hlaupið síðan til íhaldsins, beðið um bráðabirgða- stuðning þess, til þess að koma síðan hreinni eða óhreinni íhaldsstjóm á eftir kosningar. Þessi rýtingsstunga verstu brodda krat- anna eyðileggur ekki aðeins glæsilegasta tækifærið, sem íslensk alþýða hefur feng- ið á þessari öld til að efla völd sín og bæta kjör á kostnað yfirstéttarinnar, heldur er hún um leið herfilegustu svik við verka- lýð þann, sem hingað til helur treyst Al- þýðuflokknum, — og svo talað sé með máli Talleyrands1 — það vitlausasta, sem Alþýðuflokkurinn hefur gert á öllum lífsferli sínum — og skorti þar samt hvorki skyssurnar né skakkaföllin. En verst er að þessi rýtingsstunga verð- ur ekki aðeins Alþýðuflokknum, heldur og allri alþýðu landsins dýr, — nema all- ur verkalýður og launastéttir landsins noti þann skamma tíma til kosninga sem 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.