Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 62

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 62
er tekið hafði við af Arevalo 1952, og var hún aðeins venjuleg borgaraleg um- bótastjórn. (Sjá „Rétt“ 1954, bls. 3-11, greinina „Guatamala og ísland“ eftir Ás- grím Albertsson, — einnig kvæði Jakob- ínu Sigurðardóttur í sama ,,Rétti“: „Brást þér vœrðV') Og hvernig er nú ástandið í Guatemala eftir aldarfjórðungs yfirdrotnun Banda- ríkjaauðvaldsins og leppa þess? Barnadauði er 93 af hverjum 1000, ein- hver hinnægilegasti í heimi. 63% af börn- um yfir 7 ára kunna hvorki að lesa né skrifa. Það er einn kennari á hver 400 börn. — En það er einn leynilögreglu- kúgari á hverja 140 íbúa. Fjórir fimmtu hlutar allra lækna eru í höfuðborginni, sem þýðir að þar er einn læknir á hverja 3600 íbúa, en annars stað- ar í landinu er einn á hver 23000 íbúa. 82% barna undir 8 ára aldri í borgum þjáist sökum næringarskorts, 93% hins vegar í sveitunum. Um 200.000 börn, — 174.000 drengir og 26.000 stúlkur, — eru misnotuð til meira eða minna glæpsam- legs starfs. Níðingsskapur Bandaríkjaauðvalds og stjórnar þess þekkir engin takmörk, með- an leppar og böðlar þeirra fá að sitja við völd. Hins vegar sjáum við það í Nicaragua að bandaríska auðvaldið er að verða hrætt við að beita gömlu aðferðunum. Það fékk lexíur í Vietnam sem það gleym- ir ekki fyrst um sinn. Þrælatök þess á ríkjum Ameríku eru að byrja að losna, en það þarf mikið til að rísa upp eftir svo svívirðilega kúgun, sem þar hefur verið beitt. Arevalo reit bókina „Hákarlinn ogsardinurnar", mest þó um reynsluna í Nicaragua. Mál og menning gaf þá bók út 1962. íslandi til skammar Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna studdi íslenska sendinefndin morðstjórn Pol Pot með atkvæði sínu sem stjórn Kambodíu. Draslaðist ísland með hinum Nato-ríkjunum, þegar Svíþjóð og Finn- land héldu sér frá skömminni. — Eru engin takmörk fyrir hve djúpt Nato getur dregið ísland niður í svaðið undir for- ustu múgmorðingjavaldsins í Washing- ton, þess er í sjö ár jós dauðasprengjum og eitri yfir Vietnam og hóf innrásina í Kambodíu, sem varð orsök alls harmleiks þess lands. — Á þetta minnast hin borg- aralegu blöð íslands aldrei er þau ræða hungurdauðann í Kambodíu. Þrællyndið og undirgefnin við Bandaríkin þekkir engin takmörk þar. Kallar lrún sig ekki liina „frjálsu pressu“, blaðafylkingin sú? Vissulega eru engin takmörk fyrir hve misbjóða má því orði: frelsi. Noregur Þriðjungur alls þess hlutafjár, sem skráð er í Noregi, er í höndum erlendra fyrirtækja samkvæmt skýrslu Hagstofunn- ar í Osló. í 1220 fyrirtækjum er a.m.k. 50% hlutabréfanna erlend eign. Þau lönd, sem þannig hafa náð sterkastri að- stöðu í norsku atvinnulífi, eru Banda- ríkin, þvínæst Bretland og Svíþjóð. frak Kommúnistaflokkur íraks hefur í skýrslu, er hann sendi út, lýst ofsóknum þeim, sem flokkurinn árum saman hefur sætt og versnað hafa um allan helming síðan 1978. „Hundruðum saman hafa fé- lagar flokksins verið fangelsaðir og sætt hræðilegum pyntingum" — segir þar. í 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.