Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 17

Réttur - 01.01.1980, Page 17
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: VEISLAN í REGNBOGANUM Kvikmyndahátíð var haldin í annað sinn á vegum Listahátíðar í Reykjavík dagana 2.—13. febrúar 1980, og þótti sæta heil- miklum tíðindum í menningarlífi höfuð- borgarinnar. Sýndar voru samtals 34 kvikmyndir af fullri lengd og allmargar stuttar myndir. Þá var efnt til verðlauna- samkeppni urn bestu íslensku kvikmynd- ina og kepptu þar fjórar myndir til verð- launa, sem Ágúst Guðmundsson hlaut fyrir myndina Lítil þúfa. Af þessum 34 kvikmyndum voru fjórar gerðar á íslandi og í samvinnu við ís- lenska aðila: Saga Borgarœttarinnar, Salka Valka, 79 aj stöðinni og Rauða skikkjan. Tilgangurinn með endursýn- mgu þessara mynda var tvíþættur: að gefa þeirn kost á að sjá þær sem ekki höfðu séð þær áður, og að minna á upp- haf kvikmyndagerðar á íslandi, með það fyrir augum að nú eru tímamót í jiessari listgrein hér á landi. Eins og Sigurður Sverrir Pálsson kemst að orði í grein sem hann ritar í sýningarskrá Kvikmyndahá- tíðar og nefnir „Vor í íslenskri kvik- myndagerð": „Einnig getur verið fróð- legt að bera jrað saman hvernig útlend- ingar liafa notað íslenskt landslag í Jress- um myndum og hvernig það er síðan not- að af okkur sjálfum." Þrjár kvikmyndir, sem sýndar voru á hátíðinni, voru nokkuð komnar til ára sinna. Náttbúlið, gerð 1936, er eitt af meistaraverkum franska snillingsins Jean Renoir, sem lést á síðasta ári, og var myndin sýnd til minningar og í heiðurs- skyni við þann mikla listamann. Þá voru sýndar tvær japanskar myndir, Ég jædd- ist, en . . . (1932) Eftir Yasujiro Ozu, og Ævi Oharu (1952) eftir Kenji Mizoguchi. Þessir tveir eru jafnan taldir til meistara japanskrar kvikmyndalistar, og er tiltölu- lega stutt síðan Jæir voru „uppgötvaðir" á Vesturlöndum. Þá eru eftir tuttugu og sjö kvikmyndir af fullri lengd, sem allar eru nýlegar og 17 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.