Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 5

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 5
Austur-Evrópu útmá liver aðra, — en Bandaríkin sleppi, bara græða seni mest eins og síðast. Heimskan ríður ekki við einteyming hjá herkóngum Mammonsríkisins, ef jjeir ætla stjórnmálamenn Vestur-Evrópu svo vitlausa að jaeir muni Ijá þjóðir sín- ar sem fórnarpeð í slíkt brjálæði. — Það má máske telja einstökum íslenskum of- stækismönnum trú um að rétt væri að haga sér svo, en vart mun íslensk j)jóð veita slíkum mönnum vald til að tortíma ís'endingum í þágu Kanans. Hitt verða menn að muna að í Sovét- ríkjunum græðir enginn á vopnafram- leiðslu, þau hafa lagt til að eyðilegg’a i)ll atomvopn, — en Bandaríkin fellt það, — og að Sovétþjóðirnar misstu 20 millj- ónir manna í stríðinu við Hitler, svo liver einasta fjölskylda átti um sárt að binda, — en Bandaríkin misstu hlutfalls- lega færri menn í stríði Jrví er við Islend- ingar mistum þá í hafið. • Hætfan, sem vofir yfir veröldinni, er svo nálæg og ægileg, að hún æffi að knýja hvern hugsandi mann til að gera allt, sem í hans valdi sfendur, til þess að stöðva vitfirrt vígbúnaðarkapphlaupið og knýja fram eyðileggingu og algert framleiðslubann allra atom-vopna. Albert Einstein, sá mikli en trúaði vísindamaður, er vann manna mest — þó oft með óttablöndnum áhuga, — að smíði kjarnorkusprengjunnar, sagði er hún var fullgerð og sprengd og ægileg- ur eyðingamáttur hennar varð Ijós: „ÞETTA ER DJÖFULLINN“. Ameríska yfirstéttin hefur hingað til einbeitt sér að útbreiðslunni á veldi MAMMONS, hins „lítilsigldasta af þeim föllnu englum, er fylgdu Satan forðum“ svo notuð sé samlíking Miltons í „Para- dísarmissi", — enda skírði Matthías Jochumsson strax 1893 ríki hennar „Mammonsríki Ameríku“. — Nú ætlar þessi yfirstétt, brjáluð af hervaldi sínu og auð, að ofurselja jörðina og íbúa hennar djöflinum, svo notuð sé samlík- ing Einsteins, eins mesta, besta og vitr- asta manns þessarar aldar. Er ekki mál að linni? Hætt.an af þeirri ægiþróun, er við blasir, ef „valdaklíka herforingja og stór- iðjuhölda" (svo notuð séu orð Eisen- howers forseta um valdhafa Bandaríkj- anna) fær að fara sínu fram, er því hörmu- legri, sem mannkyninu bjóðast nu sakir tækniþróunarinnar dásamlegustu mögu- leikar, sem það' nokkru sinni hefur haft, til þess að útrýma gersamlega fátækt,sjúk- dómum, fáfræði og þrældómi af þessari jörð. Með afnámi vígbúnaðarins og fullri hagnýtingu örtölvu-tækninnar rrsætti á nokkrum áratugum gera vinnuna að leik einum: annaðhvort „íþróttaæfingu“ 3—4 tíma á dag eða vinnu (t.d. 6—8 tíma) hálft árið og frí á fullu kaupi hitt misser- ið. — Og minnist þess að enn þræla börn 12—14 tíma á dag svo hundruðum þús- unda skiptir, í frumstæðum löndum, — og hundruð milljóna manna svelta. En til þess Jressi tækni „Þriðju iðnbylt- ingarinnar" verði notuð í þessum til- gangi, sem hér er lýst, verða undratœki örtölvunnar að vera sameign fjöldans, sem og þorri stærri framleiðslutækja. Ella fær fjöldinn ekki að njóta þeirra. Ef þessi tæki verða eign örfárra auð- hringa á jörðinni, þá verður mannkynið 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.