Réttur


Réttur - 01.08.1980, Síða 15

Réttur - 01.08.1980, Síða 15
svo augljóst framhald af því sem þegar lá fyrir að vart er litið á örtölvuna sem sjálfstæða uppfinningu. Fyrstu örtölv- urnar voru gerðar 1970—71. Með hinum nýju örtölvum opnuðust nú möguleikar til að hanna lítil tölvukerfi, sem höfðu alla megineiginleika hinna stóru raf- reikna, fyrir aðeins brot af verði þeirra. Fimm árum síðar var örtölvutæknin orð- in svo öflug að ljóst var að hún ætti eftir að valda byltingarkenndum breytingum á fjölmörgum sviðum. Ortölvan er eins og að framan greinir rafeindaeining sem inniheldur þær rásir, sem nauðsynlegar eru til að framkvæma þær aðgerðir, sem stjórneining hinna stærri tölva sér um, en stjórneiningin er ,,heili“ tölvanna. Ortölvurásin er sem aðrar dvergrásir í lítilli kísilsneið og í henni geta verið 2.000 til 20.000 smárar. Kísilsneiðin er fest á plötu en niður frá hliðum hennar ganga tengilínur (oft 40), sem tengja örtölvusneiðina við ytri rásir (sjá mynd). Til öryggis er kísil- sneiðin steypt inn í hlífðarlag, svo hún sést ekki. Þannig frágengin rás nefnist í daglegu tali kubbur. Til að fá starlhæf kerfi þarf allajafna töluvert meira en sjálfan örtölvukubb- inn. Oftast er hann aðeins brot af því heildarkerfi, sem liann stjórnar. í flest- um örtölvukerfum fylgja a. m. k. tíu, jafnvel tugir kubba, sem flestum er stjórnað af sjállri örtölvunni, jiað er sem hún sitji í miðju vefsins, þaninig að til hennar liggi allir þræðir, sem meginmáli skipta. Þróun rafeindatækninnar nær að sjálfsögðu jafnt til alls liins mikla fjölda viðbótarrása, sem nauðsynlegar eru í ör- tölvukerfum og hefur þróun þessara rása í rauei verið mun meira áberandi síðustu ár en sjálfra örtölvanna. Einu dæmi um Tvær þéttskipaöar samrásir (á ensku: large scale integrated circuits), örtölva og minniskubbur. Brotið hefur verið hlífðarlagið ofan af miðri ör- tölvunni þannig að óljóst má greina sjálfa kísil- sneiðina. Tengipinnarnir 40 ráða stærð slíkra kubba. Minniskubbur þessi hefur þann eiginleika að skrifa má inn í minnisagnir hans upplýsingar að vild með sérstökum rafpúlsum og heldur kubb- urinn þessum upplýsingum þótt hann sé ekki tengdur við rafgjafa (fast minni). Þurfi að breýta upplýsingunum má þurrka þær út með þvi að iýsa hann í 10 mínútur með útfjólubláu Ijósi (þess vegna er gluggi á kubbnum). Siðan má skrifa nýj- ar upplýsingar í minniö. slíka fylgirás skal hér lýst nokkuð nánar. Minnisrásir eða minniskubbar eru mik- ilvægur þáttur í öllum örtölvukerfum því þar eru í fyrsta lagi geymd þau forrit, sem örtölvan vinnur eftir hverju sinni og j)ar eru ennfremur geymdar margvís- legar upplýsingar, sem örtölvan vinnur með. I skrifuðum texta eru bókstafirnir grunntáknin og í íslensku eru bókstafirn- ir 36, en auk þeirra þurfum við tölustafi og ýmis önnur tákn. Tölvurnar vinna að- 143

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.