Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 30
í Vestur-Þýskalandi væru yfirfærðir til Frakklands mundu nauðsynlegar fjár- festingar þar í landi til orkusparnaðar kosta um það bil 600 miljarða franka á 20 árum, en sú fjárhæð samsvarar laun- um 350.000 verkamanna í fullri atvinnu. Fyrir neytendurna yrði sparnaðurinn um 400 milljarðar franka miðað við núver- andi verð á olíu. Samfélagið myndi hins- vegar spara félagsleg útgjöld til atvinnu- leysingja, sem næmu um það bil 280 milljörðum franka. Það sem stendur í vegi fyrir hinum nauðsynlegu breytingum á hagkerfinu sem við búum við, er að þær snerta sjálf- ar rætur hins kapitaliska hagkerfis. Breytingarnar á skiptingu afraksturs framleiðslunnar ganga í herhögg við undirstöður og driffjaðrir kapitalism- ans. Aðalmarkmið framleiðslunnar yrði notagildið ekki sölugildið. Þess vegna myndi draga úr hinni gífurlegu mark- aðsframleiðslu sem á sér stað í dag. Mögu- leikar á auðsöfnun yrðu ekki lengur fyr- ir hendi. Flið nýja samfélag sem óhjákvæmilega ætti að verða afleiðing af þriðju iðnbylt- ingunni — frístundasamfélagið — er í grundvallaratriðum andstætt hagkerfi kapitalismans. Það er því vinstrisinnuð fyrirætlan að koma hinu nýja samfélagi á laggirnar — jafnvel þótt hluti vinstri- manna sé enn of hefðbundinn í hugsun til að gera sér grein fyrir því. SKÝRINGAR: 1) ,,Réttur“ hefur áður (1966) birt kafla úr bók André Gorz „Stjórnlist verklýðshreyfingarinnar og nýkapitalisminn" ( þýðingu Loi’ts Guttorms- sonar og með ýtarlegum inngangi eftir liann. Þar er og í innganginum skýrt nokkuð frá ;cvi André Gorz og ritum hans. llókin um stjórn- listina var þýdd á sænsku undir nafninu „Arbet- arrörelsen i överflödets sambálle". Á sænsku hefur og komið út bók hans „Den Svára Social- ismen", báðar gefnar út af Raben & Sjögren í Stokkhólmi, 1965 og 1968. 2) Þýðing Réttar styðst við þýðingu í norska tíma- ritinu „Kontrast" 2.-3. 1980. Önnur íslensk þýð- ing hefur birtst í tímaritinu „Svart og hvítt" nr. 6, 1980 og gáfu útgefendur þess „Rétti" leyfi til að haí’a hliðsjón af benni ef vildi. Sú þýðing byggði á danskri þýðingu í „Vejen til social- ismen" nr. 13, 1979. — Þýðing á kafla jressum er erfið og er því hér farið sjálfstætt og frjálslega með efni kaflans, svo |)að verði alþýðu manna sem aðgengilegast. 3) Hér er með „auðugum" ekki aðeins átt við efna- Iega sjálfstæða heldur og andlega auðuga ein- staklinga. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.