Réttur


Réttur - 01.08.1980, Page 41

Réttur - 01.08.1980, Page 41
RÓI REYNGARÐ PATURSSON er ungur Færeyingur sem nú stundar nám við háskólann í Kaupmannahöfn. — Ur bókinni Á alfaravegi, 1976. Kærleikur ég minnist þin pabbi ég slit mig lausan hvern einasta dag, þrældómscevin þin varð mér næstum ofraun ég minnist þin mamma ég hverf frá þér hvern einasta dag, dapurt æviskeið þitt varð mér næstum ofraun hvern einasta dag minnist ég alls sem ég hef gleymt hvern einasta dag heyri ég allt sem ég heyrði og sá svoleiðis grær kærleikurinn i okkur öllum. Útlegð Stillt er undir björgum engin niðar áin aldan hvílir kyr enginn kvakar fuglinn í bláinn. Stillt er milli fjalla á tjörn engin gára smá þögnin ræðir lif enginn striðir vindur á strá. Engir ganga fætur ferðir enginn tónar gleðisöng stillt og litlaust bleik skín sólin á foldarvang. Allir fuglar þegja allar áttir standa við engin leiftrar stjarna engin liður tið. Allt lifnar með lifi með kvikandi önd Ijómar leikur við brún er ég sigli heim til þin land. 1.69

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.