Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 64

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 64
Guatemala Hið kunna vestur-þýska blað „Frank- furter Allgemeine Zeitung“ flytur þær fréttir frá Guatemala að þar vof.i dauðinn yfir hverjum stjórnarandstæðing eða menntamanni. Á síðustu 24 mánuðum voru drepnir yfir 300 bændaleiðtogar, starfsmenn verklýðsfélaga, blaðamenn, stjórnmálamenn, stúdentar og háskóla- kennarar, einnig 5 prestar. Það er „dauða- sveit“ harðstjórans Garcia, morðingjar með 50 dollara laun á dag, sem fremur morðin. Tveir erkibiskupar eru líka á dauðalistanum. Það er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar að þessi morðstjórn situr að völdum í Guatemala. 1954 lét Bandaríkjastjórn steypa lýðræðislegri ríkisstjórn Arbenz forseta, m. a. til þess að auka ofsagróða einokunarhringsins bandaríska, United FruitCo.,sem á mestar banana-og ávaxta- ekrur þar. (Sjá Rétt 1954: Kvæði Jakob- ínu Sigurðardóttur: „Brást þér værð?“ og grein Ásgríms Albertssonar um Guate- mala.) Yfirböðlarnir í Washington — CIA, Pentagon (hermálaráðuneytið) og ríkis- stjórnin — bera höfuðábyrgðina á morð- ingjum lýðræðisins hvort sem er í Guate- mala, San Salvador, Chile eða annars staðar. Pyntingar í Uruguay Uruguay er eitt af þeim harðstjórnar- ríkjum í Suður-Ameríku, sem stendur undir verndarvæng bandaríska auðvalds- ins. Skammt frá höfuðborginni eru kvenna- fangabúðirnar Punta Rieles. Þar verða um 700 róttækar konur að þola hina verstu meðferð. Meðal þeirra er Rita Ibarburu. Hún var í miðstjórn Komm- únistaflokksins, ritstjóri kvennablaðs- ins „Nosostras“ og í ritstjórn tímarits flokksins. Rita er fædd 1915, hefur þýtt fjölda sósíaliskra bóka á spænsku, m. a. eina bók Krupskaju úr rússnesku. Eftir að hún náðist er harðstjórnin komst til valda 1973, helur hún sætt ægilegustu pyntiugum, mánuðum saman verið und- irorpin raflostum, hengd upp á hö-ndun- um og lamin hræðilega. Blaðamaðurinn Lareta, er slapp úr dýflissunni eftir svip- aaðr pyntingar, liefur lýst meðferðinni á Ritu og hetjuskap hennar. Hún taldi kjark í meðfangana, sö.ng þjóðvísur Uru- guay, lét ekkert buga sig. — Þúsundum saman eru slíkar hetjur sósíalismans kvaddar í dýflissum fasista. Og pyntinga- meistararnir eru oft útlærðir úr kvala- skólum CIA í Bandaríkjunum. Það er skylda alþýðu um allan heinr að berjast fyrir frelsi þessara fanga. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.