Réttur


Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 61

Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 61
stéttvísi hafa löngum verið gildir þættir í verkalýðshreyfingunni þar. Það ástand sem þarna ríkti á hinum óvissu atvinnu- leysistímum hefur líka gert nauðsynina á samstöðu stéttarfélaganna ofur augljósa. Framhjá því verður heldur ekki gengið, að róttækari armurinn átti marga trausta og liarða baráttumenn, sem of langt yrði upp að telja. Þó hygg ég að ekki sé á neinn hallað þótt nefndir séu sérstaklega þeir Þóroddur Guðmundsson og Gunnar Jóhannsson. Ogaf þeirn félögum í Þrótti, sem börðust fyrir sameiningu og sigruðu má óefað helstan nefna Jón Jóhannsson. Hér hefur verið rakinn einn lítill þátt- ur þeirrar stórfelldu atburðarásar og þeirra sviptinga, sem áttu sér stað á þess- um tíma bæði hér á landi og annars stað- ar í heiminum. Þetta voru sannarlega ár mikilla atburða og flestra hörmulegra. En þetta var stór þáttur á litlum stað og hans er gott að minnast. Yfir Jreirri þró- un hvílir enginn skuggi. Pólitísk samvinna verkalýðsflokkanna I kjölfar sameiningar verkamannafé- laganna í byrjun 1937, fór ört vaxandi meðal alþýðunnar á Siglufirði vilji til víðtækari samviunu og sameiningar, sem næði einnig til pólitíska sviðsins. Hélst það í hendur við aðra þróun í landinu, sem m. a. kom fram í því, að Kommún- istaflokkurinn fékk 3 þingmenn kjörna í alþingiskosningunum 20. júní. Á Siglufirði jókst samvinna bæjarfull- trúa flokkanna eftir því sem á sumarið og liaustið leið. Bæjarstjórnarkosningar stóðu fyrir dyrum í ársbyjrun 1938 og brátt var farið að ræða um samvinnu í þeim kosningum. 7. desember er málum svo komið að Brautin skýrir frá því að nefndir frá flokkunum séu teknar að ræða um sameiginlegt framboð. Og 19. des. birtir blaðið hinn sameiginlega lista, sem var þannig skipaður: I. Erlendur Þorsteinsson A, 2. Gunnar Jóhannsson K, 3. Jóhann F. Guðmundsson A, 4. Þórodd- ur Guðmundsson K, 5. Jón Tr. Jóhanns- son A, 6. Aðalbjörn Pétursson K, 7. Arn- þór Jóhannsson A, 8. Sveinn Þorsteinsson K, 9. Kristján Sigurðsson A, 10. Kristján Dýrfjörð A, 11. Rósmudur Guðnason K, 12. Kristmar Ólafsson A, 13. Óskar Gari- baldason K, 14. Gunnlaugur Sigurðsson A, 15. Kristján Sigtryggsson K, 16. Guð- mundur Sigurðsson A, 17. Páll Ásgríms- son K, 18. Páll Guðnrundsson A. í sama blaði er birtur samstarfssamn- ingur flokkanna og undir hann rita: í samninganefnd Kommúnistaflokksins: Gunnar Jóhannsson, Þóroddur Guð- mundsson, Aðalbjörn Pétursson, Jón Þorvaldsson, Anna Guðmundsdóttir, Hannes Guðmundsson og Ásgrímur Al- bertsson. í samninganefnd Alþýðuflokks- ins: Erlendur Þorsteinsson, Jóhann F. Guðmundsson, Jón Tr. Jóliannsson, Arn- þór Jóhannsson, Kristján Sigurðsson, Kristmar Olafsson og Jón Jónsson. Samvinna í kosningabaráttunni fyrir sigri Alþýðulistans, senr svo var kallaður, tókst nrjög vel og árangurinn lét ekki á sér standa. Alþýðulistinn fékk 672 atkv. og 5 menn, Framsóknarflokkurinn 253 atkv. og 1 mann og Sjálfstæðisflokkurinn 386 atkv. og 3 menn. Bæjarmálasamstarf þetta reyndist mjög gott og árangursríkt og olli straumhvörf- um. Ráðinn var sérstakur bæjarstjóri, Áki Jakobsson. Hélst samvinnan allt kjörtímabilið og lengur, þó ekki næðist nreirihluti 1942.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.