Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 2
þriggja landsvæða Islands undir amerísk yfirráð sem herstöóvar til 99 ára (1. okt. 1945), þvínæst með hótunum um hernám, ef ei væri gerður Kefla- víkursamningur (1946), síðan er ísland blekkt inn í Atlantshafsbandalagið (1949) með þvl yfirlýsta skilyrði að hér sé aldrei her á friðartímum, — því- næst er það heit rofið og ísland hernumið 7. júlí 1951 og hefur það hernám staðið síðan, en Nato lýst því um leiö að það hafi nú tryggt frið í 30 ár, — eins og til að storka grunnhyggnum íslendingum og undirstrika hve gersamlega þaó fótum troði alla samninga og loforð við (sland. Og nú kemur I Ijós að „varnarmáladeild” stjórnarráðsins virðist líta á sig sem undirdeild bandaríska hermálaráðuneytisins og hafi rétt og skyldu til þess að afhenda því hvaða landsvæði, er það óskar, — sbr. Stokksnes. — Er hér um að ræða þverbrot á stjórnarskrá íslands, 21. gr., sem ákveður að aðeins Alþingi og forseti geti samið um „afsal eða kvaðir” á íslensku landi, — var sú grein og þverbrotin 1951. Svo virðist sem „varnarmáladeildin” líti á sig sem „ísland” því meira að segja í hinum ólöglega „varnarsamningi” frá 1951, er svo ákveðið að ,,ís- land og Bandaríkin” skuli semja um afnot af landi. „Dýpra og dýpra” sagði andskotinn. Svo skrifaði Jónas í bréfi 13. júlí 1841, er hann bjó til skopmynd af ástandinu á Þingvöllum. Það hefði ekki verið amalegt fyrir Ólaf digra Noregskonung að hafa haft eina „varnarmáladeild”, t.d. undir forsæti Guómundar ríka, til að „semja” við um Grímsey forðum daga og ekki þurft að leita til neins Alþingis og láta ein- hvern Einar þveræing þvælast fyrir — og hindra „nauðsynlega landsölu” og herstöðvafyrirætlanir sínar. En til allrar hamingju er þjóóin að vakna æ betur til viðnáms ásælninni — eins og Stokksnesgangan í viðbót við Keflavíkurgönguna sýnir. Og í Vestur- Evrópu fer viðnámið gegn útrýmingarfyrirætlunum Ameríkana á Evrópubú- um dagvaxandi. Sérhver íslendingur mætti minnast þess nú, hve heitt og innfjálgt Jó- hannes úr Kötlum lætur land vort eggja hvern íslending í „Landið fær mál”: „Þú ert maður of stór, þú ert maður of dýr, til að minnka við afslátt og svik!”

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.