Réttur - 01.04.1981, Page 9
Líkurnar á atómstríði fara vaxandi
Rjúfa þarf tengsl íslands við
kj amorkuvopnakerfín
Erindi Einars Karls Haraldssonar ritstjóra
Þjóðviljans í þættinum „Um daginn og veginn”
10. ágúst sl.
• 60þúsund atómvopn eru til íheiminum í dag.
• Sprengjumáttur þeirra er nœgilegur til að eyða öllu lífi á jörðinni,
— ekki einu sinni heldur 6—7 sinnum.
• A tómsprengjan er fyrir utan skynsvið manneskjunnar.
• Sprengikraftur vopnabúra stórveldanna jafngildir um 10 tonnum
af hávirku sprengiefni á hvert mannsbarn á jörðinni.
• íbúar veraldar eru nú um 4,5 milljarðar.
• Rösklega 500 milljörðum $ var varið til vígbúnaðar árið 1980.
• 400þúsund fœrustu vísindamenn heims vinna íþágu líkframleiðslu-
iðnaðarins.
• Ógnarjafnvœgið úr sögunni — atómvopn nú gjaldgeng ístórveldaátökum.
• Forgangsverkefni að rjúfa tengsl ísland við kjarnorkuvopnakerfin.
Góðir hlustendur!
í Reykjavík er verið að sýna kvikmynd
Coppola Heimsendir nú. Það er skelfileg
mynd. Hún fjallar þó ekki nema að óveru-
legu leyti um Víetnamstríðið. Það er aðeins
rammi utanum umræðu um siðfræði stríðs
og tilgang. En fyrst og fremst sýnir hún
okkur skelfinguna uppmálaða. Þá skelfingu
sem sest að i sálinni þegar meiningarlaus
fjöldamorð og eyðilegging fer út fyrir svið
mannlegrar reynslu, og verður ofviða heila-
starfsemi, tilfinningalífi og siðalærdómi.
Þannig er nútimastríðið.
Sú tíð er liðin að herjum lysti saman á víg-
velli, og barist væri frá sólarupprás til sólset-
73