Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 12
Menn gela orðið lanjjnel jaðir á lyginni á hermálasvið- inu: Miklar áróðurslölur eru jafnan frambornar í sam- handi við samanburð á herstyrk. Frá því í síðari heimsstyrjöld hafa verið háð 130 stríð. Þau hafa tortimt milljónum manna, enda þótt kjarnorkuvopnum hafi ekki verið beitt. Meirihluti þessara stríða hefur verið meira eða minna á vegum stór- veldanna eða NATÓ-ríkjanna, annaðhvort með beinni íhlutun eða vopnaútvegun og stuðningi við þriðja aðila. Yfir öllum þessum átökum hefur ægishjálmur atómvopnanna gnæft og ekki hefur skort hótanir um beit- ingu þeirra. En þar hefur ógnarjafnvægið komið til sögunnar. Almennt samkomulag virðist ríkj- andi um að yrði farið að beita kjarnorku- vopnum myndi heimurinn verða sprengdur aftur á steinöld, eða hreinlega útrýmt. Gert hefur verið ráð fyrir að það mikil skynsemi yrði jafnan ríkjandi í stjórnkerfum atóm- veldanna að engum dytti í hug að setja af stað gagnkvæma eyðileggingu og útrýmingu af þessu tagi. Þetta hefur verið nefnd fæling, og stefnan hefur verið sú að fæla frá beitingu kjarnorkuvopna með því að stórveldin hlæðu þeim upp í æ ríkari mæli. Á þessu hefur hinn vopnaði friður í Evrópu byggst. Almennt hefur verið álitið að orrustur milli blokkanna í Evrópu myndu sjálfkrafa leiða til beitingar atónivopna. Enda þótt ekki hafi verið barist neitt að ráði í Evrópu í 36 ár, er þó ekki um réttlátan frið að ræða. Stórveldin hafa hasl- að sér áhrifasvæði í Evrópu, og gerðu það þegar í lok síðari heimsstyrjaldar. Innan þeirra vilja þau öllu ráða, eins og íbúar Afghanistan og Tékkóslóvakíu hafa fengið að finna fyrir í nútímanum. Og þó beitt sé fimlegri aðferðum vestan megin járntjalds, er niðurstaðan því miður svipuð. Evrópu- þjóðir eru gíslar stórveldanna í austri og vestri. Líkframleiðsluiðnaðurinn En öll þau vopn sem líkframleiðsluiðnað- urinn framleiðir verða að endingu notuð. Það kennir sagan. Þegar vélbyssan var fund- in upp álitu margir að stríð yrði meiningar- laust, því notkun hennar myndi leiða til fjöldamorða. Þegar Nóbel fann upp dýna- mítið hélt hann að það myndi gera stríð fár- ánlegt. Hið sama álitu menn um atómvopnin eftir Hiroshima og Nagasaki. Tæknin og þróun vopnaiðnaðarins eru á hinn bóginn fyrir löngu komin fram úr hinu pólitíska kerfi og allri pólitískri hugsun. Að því hefur verið unnið í mörg ár að gera atóm- vopnin meðfærilegri, markvissari, fjölbreytt- ari og brúklegri. Og svo er nú komið að hern- aðarkenningar eru farnar að laga sig að þess- ari tækniþróun. Takið eftir því. Fyrst kemur tæknin og síðan kenningin uni hvernig skuli nota hana til að framleiða lík. Það sem máli skiptir hér er að fram hafa komið kenningar frá pólitískt ábyrgum aðil- um í Bandaríkjunum sem henda til þess að ógnarjafnvægið sé úr sögunni, og við taki tímabil sem gerir ráð fyrir að atómvopn séu 76

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.