Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 14

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 14
í 35 ár hefur cnj>in árangur orðið af afvopnunarumleil- unum undir forysfu stórveldanna. Frumkvæði annarra þarf til. eindasprengjunnar, sem eyðir aðeins lífi en hlífir mannvirkjum. Smíði hennar hafði verið frestað vegna ákafra mótmæla Evrópu- manna. Vígbúnaðaræði virðist hafa runnið á Bandaríkjastjórn. Að baki þessu liggja stór- ýktar tölur um hernaðarmátt Sovétríkjanna, og pólitískar æsingar. í desember 1979 var ákveðið að koma fyrir 578 nýjum bandariskum atómvopnum í Hol- landi, Belgíu, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi. Byrja á að setja þau niður 1983. Þetta eru svokallaðar Pershing II eldflaugar og stýri- flaugar. Gegn þessum áformum hefur risið upp mikil mótmælaalda í viðkomandi NATÓ- ríkjum. Þar hafa ýmis friðarsamtök, kirkju- leg samtök og vinstri hópar haft forgöngu. Sporgöngumenn Rússa segja hernaðarsinn- ar, en þó er það staðreynd, að svo öflug eru þessi mótmæli og svo langt ná þau inn í hina hefðbundnu og ábyrgu evrópsku stjórnmála- flokka, að þeir geta ekki litið framhjá þeim. Hversvegna? Helstu rökin fyrir nauðsyn hinna nýju Evrópuatómvopna, eru síaukinn vígbúnaður Sovétmanna og sú staðreynd, að þeir eru nú að endurnýja þær eldflaugar sem miðað hef- ur verið á skotmörk í Evrópu með svokölluð- um SS-20 flaugum. Menn skyldu því ætla að íbúar Vestur- Evrópu væru ánægðir með þá umhyggju- semi sem fram kemur í því að svara Sovét- mönnum í sömu mynt. En svo er ekki. Og það er einfaldlega vegna þess að nýju Evrópu- atómvopnin eru alls ekki til þess ætluð að verja íbúa í Vestur-Evrópuríkjum fyrir SS-20 Þeim er ætlað að ná á örskömmum tíma til þeirra skotstöðva í Sovétríkjunum sem nota á til að skjóta atómvopnum á Bandaríkin. Þau eru liður í þeirri stefnu Bandaríkjastjórn- ar að ná yfirburðum hins fyrsta höggs. I Evrópu eru nú um 10 þúsund atómvopn. Jafnvel þó aðeins brot af þeim væri brúkað myndi það nægja til þess að leggja evrópska siðmenningu í rúst. Hvað stoðar sá fögnuður okkur Evrópumenn að herforingjar og stjórn- málamenn stórveldanna eru að sannfæra sig um að hægt sé að vinna kjarnorkustrið og takmarka það við ákveðið svæði. ,,Fyrir Evrópu verður takmarkað kjarnorkustríð al- gjört gjöreyðingarstríð”, sagði Helmut Schmidt áður en hann varð kanslari Vestur- Þýskalands í upphafi síðasta áratugar. í hnot- skurn er ástandið þannig að stefna stórveld- anna þróast æ meira í þá átt að gera ráð fyrir árásarstríði og að Evrópa verði notuð sem viðvörunarsvæði og vígvöllur í stórvelda- átökum. Hin herskáa stefna Bandaríkja- stjórnar mun neyða Sovétnienn til andsvara á sviði vígvélaframleiðslu, og verði kapp- hlaupið Sovétríkjunum efnahagslega ofviða, eins og margt bendir til, gæti það knúið Kremlverja til örþrifaráða. Ný umræða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum hafa þessi viðhorf leitt til nýrrar umræðu um friðar- og öryggismál sem 78

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.