Réttur


Réttur - 01.04.1981, Page 27

Réttur - 01.04.1981, Page 27
okkur sýn. Það eru tækin sjálf sem ráða úr- slitum. Höfum hugfast að stýrieldflaugarnar sem samherjar okkar mótmæltu í friðar- göngunni frá Kaupmannahöfn til Parisar eru hámark sjálfvirkninnar i tækniþróun gereyð- ingargetunnar. Maðurinn sjálfur er utan við atburðarásina. Fjarskiptatækin, radararnir, gervihnettirnir, Sosus-kaplarnir og rafeinda- heilar helvopnanna sjálfra sjá um virkni kjarnorkukerfisins. Þess vegna eru herstöðvarnar á Stokksnesi og Reykjanesskaga hluti af sömu vígbún- aðarkeðju og stýrieldflaugarnar í Evrópu. Þess vegna eigum við samleið með þúsund- um samherja sem í sumar hafa gert evrópska friðarhreyfingu að öflugu sóknarafli. Þegar gengið er um stræti Parísar með kröfuna um kjarnorkuvopnalausa Evrópu frá Póllandi til Portúgal höldum við á sömu stund meðfram austfirskum fjöllum sem flytja bergmál kórsins um herinn burt. Þegar krafan um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum ómaði á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn sýndum við samstöðu með göngu frá Keflavík. Norrænir samherjar hafa síðan sett ísland á sín spjöld. Kenniheiti okkar göngu, friðarganga, skipar nú jafnhá- an sess og ensku, þýsku, frönsku, hollensku og skandinavísku heitin á veggspjaldi göng- unnar miklu. Evrópsk barátta — íslenskur málstaður. Ein hreyfing — Ein rödd. Friðarsókn á leið til sigurs. Greinin er að meginhluta ræða sem flutt var á baráttu- samkomu kvöldið fyrir Stokksnesgönguna 9. ágúst. 91

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.