Réttur


Réttur - 01.04.1981, Síða 28

Réttur - 01.04.1981, Síða 28
Adda Bára Sigfúsdóttir: Þrír hópar í borgirmi Það lá við að Reykvíkingar litu á það sem náttúrulögmál að Sjálfstæðismenn réðu lögum og lofum í borginni, en svo gerðist það fyrir þremur árum að lögmál þetta var numið úr gildi einn fagran vordag. Surnir áttu von á að þar með tæki glundroðinn við, fjármálin færu úr böndunum og borgin þeirra yrði staður upplausnar og vandræða. Ekkert af þessu gerðist, það blasir ljóslega við öllum, en menn spyrja eðlilega hvað hef- ur hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti verið að gera annað en sjá til þess að ekki væri ver stjórnað en áður. Það er hollt að líta nú yfir farinn veg og hyggja að tíðindum. Sem betur fer eru framkvæmdatíðindin það margvis- leg, að það er ekki á mínu valdi að rekja nema brot af þeim hér og nú, en hér mun ég tíunda hvað gert hefur verið vegna þriggja hópa. Aldraðir Það skortir enn verulega mikið á að allir, sem þarfnast umönnunar og hjúkrunar vegna ellikramar, fái þá hjálp sem þeir þurfa. Þó hefur okkur miðað verulega í rétta átt síðustu þrjú árin, og við erum komin það Nýr híll ferAaþjónslunnar iindirhiiinn fyrir nolkun. áleiðis með gott nýtt húsnæði fyrir aldraða langlegusjúklinga að ekki er lengur ástæða til að velta fyrir sér fátkenndum neyðar- lausnum á borð við það að ráðast í að breyta Austurbæjarskólanum í sjúkrahús eða taka til við að umbyggja hið fræga Víðishús. Við Snorrabraut á reit bak við Heilsu- verndarstöðina og Sundhöllina er myndarleg og falleg bygging að rísa. Þar verður dvalar- heimili fyrir rösklega 40 manns og hjúkrun- ardeild fyrir 44 aldraða sjúklinga. Fram- kvæmdir hófust við grunn byggingarinnar í 92

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.