Réttur


Réttur - 01.10.1981, Page 40

Réttur - 01.10.1981, Page 40
Pólitík Reagans gagnvart hungrandi heimi Enga hjálp — aukið arðrán? Reagan til hinna fátæku: Stattu þig í frjálsu samkeppninni við Standard Oil, ITT, General Motors og aðra. Við viljum hafa frelsi, frjálsa samkeppni, frjáls- an markað. Þá lifa þeir sterku og dafna, en aumingjarnir veslast upp — það er frjálst þjóðfélag! Þuð eni lil merw ci Islaiidi, sem éln þeniiaii visdóin ii/i/i eftir lleiifiaii, — eins o,e /leir líln ii/i/i boðskap Hillers fyrir 40 áriwi. í borginni Cancún var haldinn í októberlok 1981 fundur helstu höfðingja auðvaldsheimsins o$> fulltrúa hinna fátæku landa. Þá var ástandið í heiminum |iannif> samkvæmt skýrslum Alþjóða- bankans að 800 miljónir manna bjuggu við „algera fátækt, en 15 miljónir manna munu deyja úr hungri á síðasta ári, 1981. Það átti að reyna að breyta eitthvað um efnahagsstefnu í heiminum í þessum samn- ingatilraunum milli „Norðurs” og ,,Suð- urs”. En allar slíkar tilraunir strönduðu á af- stöðu Ronald Reagans, forseta Bandaríkj- anna. Hann krafðist þess að „frjáls viðskipti” skyldu ríkja áfram. Og hann þver- neitaði kröfu fátæku þjóðanna, „Suðurs- ins” um að fá nokkur áhrif á stjórn Alþjóða- bankans, sem Bandaríkjaauðvaldið nú ræð- ur. Hvernig stendur á þessari svívirðilegu af- stöðu auðugasta ríkis heims, sem drottnar yfir um 25% auðæfa heims, þó bandaríska þjóðin sé sjálf aðeins 5% jarðarbúa? Svarið liggur í augum uppi, ef athugaðar eru hagfræðitölur heimsverslunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Unctad: Á tímabilinu 1970 til 1978 fjárfestu fjölþjóðahringarnir, sterkustu auð- valdshringir stóriðjulandanna, — að miklum meirihluta til bandarískir — alls 42,2 miljarða dollara í vanþró- uðu löndunum. Á sama tímabili fluttu þessir auðhringar lieim til landa sinna 100,2 miljarða dollara frá vanþróuðu löndunum. Þannig blóðsýgur fyrst og fremst Banda- ríkjaauðvaldið hinar fátæku þjóðir heiins. Það er jafnvel flutt út frá þeim fæðan þegar fólkið í landinu sveltur. Við þekktum þetta fyrr á öldum íslendingar, er maturinn var seldur til annara landa, meðan fólk féll úr hungri hér heima. — Og nú eru til menn á íslandi, sem dásama slíkar aðfarir og líta til 216

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.