Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 1

Réttur - 01.04.1982, Síða 1
inttur 65. árgangur 1982 — 2. hefti Mannskæðasta og hryllilegasta styrjöld mannkynssögunnar stendur yfir í ár — og hefur staðið mörg ár undanfarið. Hún er hljóðlát og án venjulegra vopna — og litt getið í fréttum, enda eigast þar ójafnir við: Mannfallið er allt öðru megin. 100.000 börn falla í valinn á hverjum þrem dögum. (Skýrslur S.þ.) Það er sem íbúafjöldi íslands um 1920. — 14 miljónir barna falla þannig árlega, ár eftir ár. Það er meir en mannfallið í heimsstríðinu 1939—45, en þá féllu 50 miljónir á rúmum 5 árum, 20 miljónir þar af Sovétfólk. — En mannfall hins vopnlausa stríðs samsvarar 70 miijónum á 5 árum. Styrjöldina heyja annarsvegar saddir og voldugir auðkýfingar Bandaríkj- anna og Evrópu, er láta myrða þessar 14 miljónir svangra og varnarlausra barna, er deyja árlega úr hungri og fátæktarsjúkdómum. Þeir þurfa ekki að fremja morðin með eigin höndum, geta jafnvel lokað augunum — og talað um frjálsa samkeppni — meðan börnin kveljast til bana. Morðvopnið er hungurdauðinn. Hinsvegar eru svo sveltandi miljónir fátækra barna: morðvopn hungurs- ins bítur svo vel á þau sem 100 Hiroshima-sprengjum væri á þau varpað ár- lega. — Auk hins sveltandi barnaskara eru svo 375 miljónir manna, sem draga fram lífið á mörkum hungurdauðans.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.