Réttur


Réttur - 01.04.1982, Page 42

Réttur - 01.04.1982, Page 42
Orsök mannkynsbölsins: Auðdrottnun og vígbúnaðarvitfirringin Sífellt fleiri milljónir manna í veröldinni eru dæmdar til hungurs og skorts alla ævi sína, er sífellt styttist hjá þeim þjóðum, sem ofurseldar eru þessu böli. Og af hverju stafar þetta böl? Mannkyniö sem heild er nógu ríkt, jörðin gæti gefið gnægð matar og alls, sem þetta fólk skortir, ef heiminum væri stjórnað með það fyrir augum að tryggja öllum mannanna börnum fæði, föt, menntun, atvinnu og annað, sem hundruð milljóna nú skortir. En það er fámenn auðmannastétt, sem drottnar yfir stærstum hluta jarðar — og hugsar aðeins um eitt: gróðann og vopnin, til að tryggja vald sitt til að sölsa undir sig gróða, margfalda hann og varðveita. Og vopnaframleiðsla auðvaldsins er um leið mesti gróðavegur þess, því vopnin lætur hún ríkið borga sér og það þótt fjöldi atvinnuvega berjist í bökkum. 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.