Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 11
þar að staðaldri. Og þá er ekki minnst á þann aragrúa kjarnorkukafbáta og herskipa, sem Bandaríkin hafa um öll heimsins höf. 50% af atómvopnum Bandaríkjanna eru í kafbátum um öll heimsins höf og 28% í sprengjuflugvélum. — En 71% af sam- svarandi vopnum Sovétríkjanna eru stað- sett á landi. Og þegar þau fara af stað þá er vart að sökum að spyrja, hvort öll þau harðstjórnarríki, sem þau eru í bandalagi við, muni ekki hugsa sér til hreyfings: ísrael og Suður-Afríka, — þá líklega bæði með kjarnorkuvopn, — og leppstjórnirnar í Suður- og Mið-Ame- ríku, sem nú þegar æfa sig í múgmorðum með stuðningi Bandaríkjanna. Eldur sá, er Bandaríkin ætla sér að kveikja, mun þá læsa sig um allan hnött- inn. Pá vitfirringa í Washington og Wall- Street, sem dreymir um ógrynni auðs og alheims-völd, hefði þá tekist að tendra þann Surtarloga, er legði heimsbyggðina í rúst. IV. Hvað verður eftir kjarnorku- styrjöld? í Rétti var nýlega reynt að draga upp nokkra mynd af því hverskonar jörð og lífverur það yrðu, sem eftir lifðu — og skal það ekki endurtekið. En háttsettur amerískur herforingi svaraði nýlega spurningum blaðamanna um, hve margir Bandaríkjamenn myndu lifa þær ógnir af, þannig: „Alltaf rúm 5%“. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund lífið fyrir þau 5% — „sigur- vegarana“. Er þær 10 milljónir „hernaðar- og stóriðjuklíkunnar“, ráðherrar, vísinda- menn og annað „úrval“, kæmu upp úr loftvarnarbyrgjunum, — þau, sem ekki af slysni köfnuðu þar, — eftir að hafa gengið úr skugga um að „uppi“ væri ekki geisla- virkt lengur, — það gæti tekið nokkur ár, — þá yrðu þeir að byrja með að moka burt eða brenna lík-hrúgunni fyrir dyrum byrgjanna, því þúsundir manna, kvenna og barna hefðu reynt að komast þar inn til að bjarga lífi sínu. Og þetta fólk hefði samkvæmt skipun allt verið skotið til bana, því enginn fær að fara þarna inn, nema þeir útvöldu. Er því verki væri lokið, líka viður- eigninni við þær risastóru rottur, er geisla- virkunina þoldu — eftir reynslu amerísku vísindamannanna á Kyrrahafseynni, — og önnur dýr, líka vanskapaðar bakteríur orðnar að risadýrum — þá blasti við rotnandi lík 200 milljóna manna, er eng- inn hefði getað jarðað. — Skyldi hinni fornu yfirstétt Bandaríkjanna finnast verkefnin fögur, er biðu hennar, þegar hún væri laus við verkamenn, bændur, millistéttarfólk og annan „lýð“, er borið hefðu hana á herðum sér, en alltaf möglað öðruhvoru? — Ef loftið væri svo orðið eitrað, allt vatn ódrekkandi, illgresi drottnandi þar sem eitt sinn voru akrar — og allt í rúst, sem upp hefði verið byggt, skyldi yfirstétt þeirri, er þessum ósköpum olli, þykja lífið þess vert að lifa það? Bandaríska yfirstéttin þekkir ekki stríð nema sem óskaplega gróðalind. Hún hef- ur með áróðri sínum blindað mikinn hluta Bandaríkjaþjóðar, — sem ekkert skeytir um aðvaranir framsýnustu forseta sinna í heila öld, allt frá Abraham Lincolns til Eisenhowers: að vara sig á því hvert auðvaldsstéttin sé að leiða hana. Eitt sinn voru Bandaríkin „frelsisins 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.