Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 36

Réttur - 01.01.1975, Page 36
„Blóðsunnudagurinn" í Pétursborg. Málverk eftir W. Kossak. — Senn verður þér, kirkja og keisaravald, þín kúgun að glötun og tíunda-gjald, og heitur þinn helvítis-eldur. Því hið stráfellda lið er hið sterkasta lið! Er hugsjónir hlauþa tmdir vigur gegn heimsku, sem lífsvonir brœlir og ir. — Hver hirðir hvor hníga skal fyr? Sönn hetja um máls-efnið spyr, en síður um sig. Og sökum þess hnn ykkur heiðurinn á! Sem hnígandi vöktuð upp menningar-þrá þungsvœfu þjóð ykkar hjá. Sem báruð til hamingju, að hníga við svörð og helga með blóði jafn fordœmda jörð og höfuðból harðstjórnar andans, og hjátrúar fjandans. Þvi sú kemur öld — hún er aðgætnum vís, þó ártalið finnist ei hvenær hún rís — að mannvit og góðvild á guðrækni manns, að göfugleiks framför er eilífðin hans, að frelsarinn eini er líf hans og lið sem lagt er án tollheimtu þjóðheillir við, og alheimur andlega bandið, og ættjörðin heilaga landið! Þá vitjar hann moldanna, hún eða hann! Sá heimur spyr engan um kyn, bara mann! ]afn tign verður tjaldbúð og stofan! Við líkreitinn þar sem þið liggið í ró hann leysir af fótum sér volkaða skó, við torfdysin tekur hann ofan. 1905. 36

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.