Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 54

Réttur - 01.01.1975, Page 54
h'num alþjóðlegu skilyrðum fyrir sósíalisma á Is- landi er fullnægt í æ ríkara mæli, og við ættum nú þegar að hafa tök á því að standa af okkur efnahagslegar þvinganir. Mig langar að gefnu tilefni að geta þess, að enda þótt ég væri formaður þeirrar nefndar, sem samdi frumvarpið að Leið Islands til sósíal smans, er fjarri því að ég sé fyrirvaralaust sammála öllu því, sem þar er sagt. Þetta ætti raunar að vera óþarfi að taka fram. Þetta er sameiginlegt verk, sem að sjálfsögðu mundi vera öðruvisi, ef ég eða einhver annar, sem að því stóð, hefði skrifað það einn. Ég held hinsvegar, að ef Alþýðubandalagið hefði tekið þessa stefnuyfirlýsingu í arf og farið eftir henni i starfi sínu, væri það mun betri flokkur. Brýnasta verkefnið er sköpun marxisks forustu- flokks. Slikan flokk eigum við ekki nú, og það er feiknarerfitt verkefni að koma upp flokki af þeirri gerð, sem ég hef reynt að lýsa, við þær aðstæður, er við búum við nú. Stefna og stjórn- list íslenskra sósialista er nú mjög á umræðustigi og má búast við að svo verði lengi, sem ekki er óeðlilegt með þeim breyttu viðhorfum og nýju vandamálum, er við þurfum að horfast í augu við, og eftir þau áföll, sem hreyf ng íslenskra sósíal- ista hefur orðið fyrir. Ég veit að í þessu efni eru mjög skiptar skoðanir um stjórnlist og baráttuað- ferð'r, enda þótt við séum sammála um markmiðið. En ég skal strax segja mina skoðun. Ég held að ráðið sé ekki að skipta sér upp í marga hópa meðan svona er ástatt. Islenskir sósialistar og marxistar hafa um skeið verið að minnsta kosti í fjórum hópum, sem hafa svo að segja enga sam- vinnu sin á milli og agneitast hver við annan. Og nú berast þau tíðindi, að enn hafi tveir smáhópar bætst við. Margt góðra sósíalista er blátt áfram utan allra pólitískra samtaka. Samt er það svo, að skoðanaágreiningur milli manna í hinum mis- munandi hópum er oft ekki meiri en milli þeirra, sem eru í sama hópi. Langsamlega stærsti hópurinn er Alþýðubanda- lagið. Menn hafa mjög ólíkar skoðan r um Al- þýðubandalagið sem flokk, og ég get ekki farið út í þá sálma hér. Ég get þó sagt, að ég tel, að það þurfi að taka mjög gagngerum breytingum til þess að geta orðið sá sósíalíski forustuflokkur, sem íslensk alþýða þarf á að halda. Til þessa hefur það til dæmis enga stefnuskrá haft. En á síðasta landsfundi þess var samþykkt stefnuskrá að efni t'l. Ég ætla ekki að gera hana að umræðuefni, en ég held að samþykkt hennar muni litlu breyta. Hvað sem öðru líður, er hún bersýnilega ætluð mjög rúmgóðum flokki, og óhætt að segja, að í Alþýðubandalaginu sé ákaflega vitt til veggja. Þar eru menn með öllum hugsanlegum sósíalískum lit allt frá sósíaldemókrötum til róttækra kommúnista. Alþýðubandalagið er umburðarlynt að því leyti, að það tekur við svo að segja hverjum, sem er. Það er hægt að starfa innan þess, þótt menn séu félagar i þeim hópum sósíaLsta og kommún- ista, sem nú starfa hér á landi, og það er ekkert þvi til fyrirstöðu að þessir hópar starfi áfram og gagnrýni margt I fari Alþýðubandalagsins, þótt þeir væru sameinaðir innan þess. Islensk r sósíalistar þurfa allir að geta starfað saman að mikilvægum málum og ræðst við á málefnalegan hátt, ef þeir ætla sér af fullri alvöru að koma sér upp forustu- flokki af þeirri gerð, sem hér hefur verið gerð nokkur grein fyrr. Til þess að gagnrýni hafi áhrif, má hún hinsvegar ekki vera eingöngu neikvæð heldur málefnaleg og umfram allt tengd jákvæðu starfi. Að öðrum kosti fellur hún í grýttan jarðveg og það verður engin uppskera. Ég held að það hafi verið mikil villa að við, sem vorum 11 vinstri í Sósíalistaflokknum, skyldum ekki ganga í Al- þýðubandalagið fylktu liði eftir ósigur okkar fyrir hægri öflunum. Um þetta efni er ég að breyttu breytanda á sömu skoðun um baráttuaðferðir okkar enn í dag. Það er ekki óliklegt, að þar komi siðar- meir, að leiðir hljóti að skiljast áður en markinu er náð, að koma upp góðum sterkum flokki is- lenskra marxista. En það verður löng þróun, og markinu verður ekki náð, nema réttum baráttu- aðferðum sé beitt og þe'r, sem að því stefna, geri sér far um að vinna saman, hvað sem líður meira eða minna mikilvægum ágreiningsatriðum, sem enn eru á umræðustigi. Því er oft haldið fram, að Alþýðubandalagið sé þannig sk'pulagt, að þar komist engin umræða að um mikilvæg stefnumál. Skrifstofuvaldið sjái um það. Mér er vel kunnugt um tilraunir i þá átt. En ég held líka að það sé fjarri sanni, að ekki sé annarra kosta völ en að gefast upp við það tor- leiði. Allur fjöld nn í Alþýðubandalaginu er mjög áhugasamur fyrir umræðum um sósíalísk vandamál, ef þær eru frjóar en ekki eintómt þras. Ég held að það sé auðveldur leikur að fá kosnar stjórnir í deildum Alþýðubandalagsins, sem tryggja slíkar umræður. En það fæst enginn árangur með því að fullyrða, þegar frá upphafi að verkið sé ófram- 54

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.