Réttur


Réttur - 01.01.1976, Page 2

Réttur - 01.01.1976, Page 2
þýðunnar." Það sem af er árinu má því segja að frá verkalýðshreyfingunni hafi borist skeleggari og róttækari hljómur, sem vonandi er ekki aðeins í orði. Megnið af þessu hefti er umræða nokkurra forystumanna úr verkalýðs- hreyfingunni um ýmis brýn baráttu- og skipulagsmál verkalýðshreyfingar- innar. Þeir sem stjórnuðu umræðunni tóku mið af því, að þar kæmi fram jákvæð og einbeitt gagnrýni á starfshætti hreyfingarinnar í dag. Lögð var áherslu á að taka sem flest mál fyrir og skjóta ekki undan svonefndum við- kvæmnismálum. Það er von okkar að þetta hefti geti verið að vissu marki grundvöllur fyrir verkalýðsmálaumræðu innan sósíalískra samtaka og í fræðsluhópum verkalýðsfélaga. Grein Hjalta Kristgeirssonar um „Atvinnu- lýðræði" ætti einnig að opna fyrir aukna umræðu um það viðfangsefni. Það vakti fyrir okkur að Réttur gæti með þessu opnað umræðu um verka- lýðsmál sem allt of mikið hefur skort í hreyfingunni. Að þessu sinni hafa eftirtaldir aðilar unnið sem starfshópur að útgáfu þessa heftis: Hjalti Kristgeirsson, Ólafur R. Einarsson, Svavar Gestsson og Þor- steinn Vilhjálmsson. ★ ☆ ★ Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Réttar að óðaverðbólga hefur geis- að á íslandi, þó þess hafi lítt orðið vart hvað snertir áskriftarverð Réttar. En Réttur verður að fylgjast með tímanum og því hefur verið ákveðið að hækka áskriftarverð í kr. 1200.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.