Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 57

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 57
og ma. leitt til þess að gerðar voru tilraunir með slika hópa á hundruðum vinnustaða í Svíþjóð. En reynslan hefur dæmt þetta úr leik, segir hann. Miklar vonir voru við þessa hópa bundnar, og í Noregi tók vinnumálarannsóknarstofnun ríkisins sérstaklega að sér 4 vinnustaði þar sem vinnan skyldi skipulögð með nýjum hætti þannig að verka- maðurinn og forstjórinn yrðu jafnir. Einn af þessum vinnustöðum var 120 manna deild I verksmiðjum Norsk Hydro í Eidanger. (Alls vinna hjá fyrirtækinu i Eidanger um 5 þúsund manns, en rétt þótti að þyrja smátt). Og nú heimsækir Aftonbladet þennan vinnustað. Norsk Hydro var að sögn komið i nokkurn vanda um miðjan siðasta áratug. Arðsemin hríðminnkaði og innan tiðar kom að því að fyrirtækið sýndi þókhaldstap enda þótt það væri i fremstu röð í heiminum í framleiðslu tilbúins áburðar. Samtímis kom upp æ illvigari vandamál i sambúð yfir- og undirmanna í fyrirtækinu. Mikið var möglað yfir óhreyfanlegum kauptöxtum og ..ólögleg" verkföll urðu æ tiðari. Fjarlægðin á milli yfirstjórnar og vinnusalanna var orðin of mikil, boð bárust seint og illa innan fyrirtækisins, sögðu sérfræðingar I rekstrarhagræðingu. Hvað átti þá að gera? Greinarhöfundur leiðir rök að því að forráða- menn Norsk Hydro hafi þóst hafa himin höndum tekið þegar hugmyndin um „sjálfstjórnarhópana" kom fram. Fyrirtækið hafi notfært sér umrótið til breytinga og tilfærslna en aldrei gengið af heilum hug til liðs við grundvöll hugmyndarinnar. Vitnað er til formanns vérkalýðsfélagsins i Eidanger: Það þýðir ekki að aðskilja tilraunir með fyrirtækjalýð- ræði frá efnahagslegum raunveruleika. „Sjálf- stjórnarhóparnir" voru viðleitni til að brjóta niður piramídalagað ákvörðunarkerfi. En verksmiðju- stjórnin tók einhliða ákvörðun um starfsmat og neitaði að fallast á nýtt fyrirkomulag um kaupauka byggðan á framleiðni. Þannig var grafið undan til- rauninni. Talað er við einn af verkamönnunum sem tók á sinum tíma mjög virkan þátt i starfi „sjálfstjórn- arhópanna". Hann segir að aldrei hafi verið nógu rækilega rætt um málin meðal karlanna í vinnusaln- um. Orfáir menn gengu framfyrir fylkingar og þeir tóku siðan skriðið uppávið einsog halastjörnur. Formaður starfsmannadeildarinnar varð félagsmála- ráðherra í næstu rikisstjórn, ýmsir aðrir fengu stöður þótt af öðru tagi væri. En allur fjöldinn er í sömu aðstöðu og áður. Námuverkamaður frá Kiruna i Norður-Sviþjóð að ræða málin eftir önn dagsins.. Enginn úr stjórn Norsk Hydro fékkst til viðtals um „sjálfstjórnarhópana", hnignun þeirra og hrun. Félagsmálaráðherrann veitti að vísu áheyrn, en stutta. Hann brosti við þegar hann minntist veru sinnar hjá Norsk Hydro en var það efst í huga að æ færri hæfir menn yrðu nú eftir i skitverk- unum á slíkum vinnustöðum. „Sjálfstjórnarhóparn- ir"? Þeir yrðu aldrei framar stofnaðir innan fyrir- tækja í Noregi, að minnsta kosti ekki undir því heiti. Svo mikil hefðu vonbrigðin verið með þá. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.