Réttur


Réttur - 01.01.1976, Síða 59

Réttur - 01.01.1976, Síða 59
CHOU- EN-LAI (1898 - 8. janúar 1976) „Austrið og Vestrið geta aldrei mætst", reit einn helsti rithöfundur heimsvaldastefnu Englands forðum, þegar siðlaust auðvald Vesturlanda gat enn svínbeygt forn menning- arríki Austursins í krafti drápsvéla sinna. Ef til vill hefur Austrið og Vestrið aldrei sameinast bemr í einni persónu en í einhverj- um fullkomnasta stjórnmálamanni þessarar aldar: Chou-En-lai sameinaði í sér forna hámenn- ingu Kínverja, þar sem siðfágunin er runnin manni í merg og bein, og vonbjartasta boð- skap vestrænnar menningar: vísindi marxism- ans. Þessi samruni skóp svo töfrandi mennta- mann, að vart getur annan slíkan, og svo vitran, tryggan og staðfastan forvígis- og bar- átmmann sósíalismans, að ekki einu sinni æðsm völd í fjölmennasta ríki veraldar um aldarfjórðungs skeið stigu honum til höfuðs. Chou-En-lai var fæddur 1898, foreldrarnir voru háttsettir embættismenn, hlýtur góða menntun, rís upp ásamt fleirum gegn kúgun og auðmýkingu þjóðar sinnar, er setmr í fangelsi 1919 í Tientsin eitt ár. Þar kynnist hann konu þeirri, er síðar verður eiginkona hans alla ævi og lifir hann nú, Teng Ying- Chao. Þegar Chou losnar úr fangelsi 1920, fer hann til Parísar. Þar stofnar hann deild úr Kommúnistaflokki Kína samtímis stofnun flokksins í Kína 1. júlí 1921. Meðal félaga Chou’s í Frakklandi er þá Ho-Chi-Minh. 1922 fer Chou eftir stutta dvöl í Englandi til Berlínar, sem þá er mikill miðdepill kommúnistísku hreyfingarinnar. (Chou er jafngamall Brynjólfi Bjarnasyni, vorum við íslensku félagarnir þá samtímis Chou í Berlín án þess að kynnast persónulega í það skiptið). Sýnir hann þá þegar „diplomatiska" hæfi- leika sína, er hann tekur Chu-Te í flokkinn í okt. 1922, en honum hafði verið neitað um inngöngu í hann í Kína, en verður síðar 59

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.