Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 55

Réttur - 01.04.1987, Page 55
Keynes hafnaði grundvallarforsendum þessara kenninga sem gera ráð fyrir að auðvaldskerfið leiti ávallt í jafnvægisátt ef markaðsöflin fá óheft að ráða ferðinni, þannig komist á jafnvægi á öllum mörk- uðum, þar með töldum vinnumarkaðn- um, og framleiðslan í hagkerfinu er í há- marki um leið og full atvinna ríkir, eða eins og „lögmál“ Says segir: „framboð skapar ávallt sína eigin eftirspurn". Sam- kvæmt þessu er atvinnuleysi alltaf „sjálf- viljugt“ eða m.ö.o. launþegar skapa sér sjálfir atvinnuleysi með því að halda laununum of háum og koma þannig í veg fyrir að jafnvægi komist á. Samkvæmt Keynes er þetta jafnvægis- hugtak óraunsætt því annars vegar ræðst verð launa ekki með sama hætti af völd- um framboðs og eftirspurnar og á öðrum mörkuðum, þ.e. laun hækka mun auð- veldar en þau lækka vegna hugmynda •launþega um réttláta tekjudreifingu — hins vegar stafar atvinnuleysi af ónógum fjárfestingum af völdum svartsýni varð- andi framtíðina á óvissutímum. Keynes leit svo á að hinar ríkjandi 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.